| Sf. Gutt

Endum biðina!

Liverpool vann sinn síðasta titil árið 2006 þegar liðið vann F.A. bikarinn og Skjöldinn. Biðin eftir því að fagna titli er orðin alltof löng hjá stuðningsmönnum Liverpool. Jose Reina vill binda endi á þessa bið með því að vinna Evrópudeildina. 

,,Þetta er eini titillinn sem við getum unnið á þessari leiktíð. Allir leikmennirnir hérna vilja hampa bikar og þetta er okkar síðasti möguleiki á því. Það er alltaf gaman að vinna bikar. Það er núna okkar leikmannanna að sýna ákveðni og vinna titilinn sem er í boði."

Til að Liverpool geti unnið Evrópudeildina þarf liðið að ryðja Benfica úr vegi í kvöld. Jose vonast eftir þægilegu kvöldi en reikar með erfiðum leik.

,,Ég vona að við getum haldið markinu enn einu sinni hreinu og snúið blaðinu við frá fyrri leiknum. Ég vonast til að hafa ekkert að gera en ég hugsa að mér verði ekki að ósk minni. Við vitum að þetta verður erfiður leikur en við höfum oft átt erfið verkefni fyrir höndum og komist fram úr þeim. Allir á Anfield munu styðja okkur frá upphafi af krafti, eldmóði og ákveðni. Allir munu leggja sig alla fram."TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan