| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Þá leggur Liverpool í fyrsta stórleik keppnistímabilsins. Reyndar eru jafn mörg stig í boði fyrir sigur í þessum leik og í síðasta deildarleik liðsins gegn Hull City. En fjölmiðlamenn hafa síðustu árin flokkað leiki í stóra og einhverja minni. Lykillinn að Englandsmeistaratitlinum á að vera gott gengi í stórleikjunum. Liverpool kom vel út úr þeim leikjum á síðustu leiktíð en þá hrasaði liðið of oft gegn "minni" liðum. Það eru nefnilega jafnmörg stig fyrir hvern leik og það þarf að ná góðum árangri hvort sem leikið er gegn "stórum" eða "litlum" liðum.

En vissulega er leikur Liverpool og Chelsea stórleikur. Þetta eru stór félög og bæði eru nú í efri hluta deildarinnar. Fjölmargar rimmur liðanna á síðustu árin auka líka enn á spennuna fyrir þennan leik. Það má því með sanni segja að þetta sé stórleikur!
 

Fróðleiksmolar...

- Liverpool hafði unnið sex síðustu leiki áður en liðið tapaði gegn Fiorentina.

- Liverpool náði ekki að skora á Ítalíu og var það í fyrsta sinn frá því í febrúar sem það tókst ekki.

- Þetta verður 25. leikur þessara liða á síðustu fimm árum.

- Liverpool hefur skorað 22 mörk í fyrstu sjö deildarleikjum sínum. Slíkt hefur ekki gerst frá því árið 1895!

- Didier Drogba hefur skorað í síðustu þremur deildarleikjum sínum.

- Fernando Torres hefur skorað fimm mörk í sex leikjum gegn Chelsea.

- Liverpool vann á Stamford Bridge á síðasta keppnistímabili. Fyrir þann leik hafði Chelsea leikið 86 deildarleiki í röð þar án taps.


Spá Mark Lawrenson

Chelsea v Liverpool

Manni finnst jafntefli borðliggjandi í þessum leik. Ég veit að Petr Cech, aðalmarkmaður Chelsea, verður ekki með en Liverpool þarf að ógna vörninni til að skora. Vörnin hefur nefnilega, fyrir utan í leiknum gegn Wigan, gert fá mistök á þessu keppnistímabili. Ég held að tapið gegn Wigan hafi aðallega orðið vegna vanmets frekar en að Wigan hafi leikið svo vel. Svoleiðis mistök verða ekki gerð aftur þar á bæ.

Ég held að þetta verði mjög jafn leikur. Dómarinn þarf að vera ákveðinn því það vilja oft verða illindi í leikjum liðanna. Hvougt liðið má við að tapa en þó svo fari þá eru titilvonir þess liðs ekki úr sögunni. Efstu liðin eiga eftir að geta tapað fleiri leikjum en oft áður þetta árið. Liðið sem vinnur deildina mun trúlega tapa fleiri leikjum vegna þess að lið á borð við Everton, Aston Villa, Tottenham og Manchester City eru sterk. Þessi lið eiga eftir að leggja stóru liðin að velli og sum hafa þegar gert það.

Úrskurður:  Chelsea v Liverpool 1:1.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan