| Birgir Jónsson

Real bíður með Alonso

Real Madrid munu ekki bjóða í Xabi Alonso fyrr en klásúla um hagnað af sölu til fyrrum liðs hans Real Sociedad rennur út síðar í þessum mánuði.

Þegar hinn baskneski Alonso gekk í raðir Liverpool fyrir 10.5 milljónir punda fyrir fimm árum, samdi Sociedad um að fá 20% af söluverði hans í framtíðinni. Haldið er að þetta samkomulag renni út 18. júlí og telja Madrídingar að það muni hjálpa þeim að ná samkomulagi við Púllara.

Þeir telja sig geta fengið Alonso fyrir um 25 milljónir punda í staðinn fyrir uppsett verð nú sem er talið vera 35 milljónir, vegna þess að Liverpoolmenn fái peninginn þá allan í vasann, ef þeir neyðast á annað borð til að selja hann.

Madrídingar hafa einnig haldið áfram sínum umdeildu leiðum við að lokka Alonso á Bernabeu með því að Kaka hvetur liðið til að fjárfesta í Alonso.
Þessi fyrrum leikmaður ársins bæði í heiminum og í Evrópu, sem kom til liðsins frá AC Milan fyrir 56 milljónir, var opinberaður á Bernabeu í gærkvöldi. Kaka sagði:"Ég hef tvívegis leikið gegn Xabi Alonso í úrslitaleikjum Meistaradeildarinnar. Hann er frábær leikmaður og einnig spænskur. Hann yrði boðinn hjartanlega velkominn."

Barcelona eru einnig tilbúnir til að reyna á þolrif Liverpoolmanna með því að bjóða 25 milljónir punda í Javier Mascherano. Það er nánast öruggt að því verður hafnað, þar sem Rafa Benítez sagði að 50 milljónir mundu ekki duga til að Argentínumaðurinn yrði seldur.

Mascherano hefur lofað landa sinn Emiliano Insua í hástert og trúir því að það sé að vænta meiru af honum á næstu árum. Hinn 20 ára gamli leikmaður lék 13 leiki á síðustu leiktíð.

"Hann er ungur og getur því augljóslega bætt sig og orðið betri," sagði Mascherano. "Það er ekki auðvelt að vera að spila í aðalliði Liverpool aðeins 20 ára gamall. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd. Emiliano spilaði aldrei með aðalliði í Argentínu, svo það er stórkostlegt afrek að koma hingað og komast í liðið. Það hefði verið auðveldara fyrir hann ef hann hefði leikið aðalliðsbolta í Argentínu. Allt var svo nýtt fyrir honum þegar hann kom hingað. En eftir tvö ár er hann að leika mjög vel."

 

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan