| Grétar Magnússon
Liverpool hafa samþykkt að selja argentínska kantmanninn Sebastian Leto til gríska liðsins Panathinaikos.
Eins og áður hefur komið fram í fréttum hér hafði félagið samþykkt tilboð frá Panathinaikos og taldi Leto það meira en 90% líklegt að hann myndi ganga til liðs við þá. Hann var á láni hjá aðalkeppinautunum, Olympiakos, á síðastliðnu tímabili en þeir virtust ekki hafa áhuga á því að kaupa hann, t.d. lenti hann uppá kant við þjálfara liðsins á tímabilinu sem hefur minnkað áhuga félagsins á honum.
Leto var keyptur í ágúst árið 2007 og höfðu lið eins og Real Betis og River Plate sýnt honum áhuga. Hann spilaði sinn fyrsta leik í undankeppni Meistaradeildarinnar gegn Toulouse þann 28. ágúst og var það einn af fjórum leikjum sem hann spilaði með aðalliðinu. Vegna atvinnuleyfisvandamála fékk hann ekki fleiri tækifæri og var lánaður út í kjölfarið.
Talið er að kaupverðið sé í kringum þrjár milljónir punda.
TIL BAKA
Leto seldur
Liverpool hafa samþykkt að selja argentínska kantmanninn Sebastian Leto til gríska liðsins Panathinaikos.Eins og áður hefur komið fram í fréttum hér hafði félagið samþykkt tilboð frá Panathinaikos og taldi Leto það meira en 90% líklegt að hann myndi ganga til liðs við þá. Hann var á láni hjá aðalkeppinautunum, Olympiakos, á síðastliðnu tímabili en þeir virtust ekki hafa áhuga á því að kaupa hann, t.d. lenti hann uppá kant við þjálfara liðsins á tímabilinu sem hefur minnkað áhuga félagsins á honum.
Leto var keyptur í ágúst árið 2007 og höfðu lið eins og Real Betis og River Plate sýnt honum áhuga. Hann spilaði sinn fyrsta leik í undankeppni Meistaradeildarinnar gegn Toulouse þann 28. ágúst og var það einn af fjórum leikjum sem hann spilaði með aðalliðinu. Vegna atvinnuleyfisvandamála fékk hann ekki fleiri tækifæri og var lánaður út í kjölfarið.
Talið er að kaupverðið sé í kringum þrjár milljónir punda.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jeremine Frimpong meiddur -
| Sf. Gutt
Vildi sýna öllum virðingu -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Curtis með met! -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Ryan Gravenberch meiddur -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Jafnt í fyrsta leik ársins -
| Sf. Gutt
Matt Beard borinn til grafar -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu
Fréttageymslan

