| Sf. Gutt
Umboðsfyrirtæki Michael Owen hefur ekki setið auðum höndum upp á síðkastið. Þar á bæ hafa menn útbúið 32 blaðsíðna kynningarbækling um Heilagan Mikjál. Bæklingnum hefur verið dreift til stærstu félaga í Evrópu hvort heldur á Englandi sem á meginlandinu. Hér er hægt að lesa bæklinginn góða en í honum kennir ýmissa grasa.
Annars er það af Michael að frétta að hann ætlar sér að komast frá Newcasle United í sumar og bæklingurinn góði er auðvitað til þess ætlaður að kynna kappann ef einhver skyldi hafa gleymt honum. Hann er samningsbundinn Newcastle næstu vikurnar en í nýlegu viðtali segist hann ætla að skipta um félag fyrir næstu leiktíð. Í viðtalinu segir hann að opinn fyrir öllu og geti svo sem hugsað sér að spila á meginlandinu en helst vilji hann spila á Englandi.
Michael hefur helst verið orðaður við Aston Villa og Manchester City. Ekki er talið að nokkrar líkur séu á því að hann snúi aftur heim til Liverpool. Þó er vitað að þeir Steven Gerrard og Jamie Carragher myndu gjarnan vilja fá hann til Liverpool og eiga þeir félagar að hafa stungið þessari ósk sinni að Rafael Benítez.
Gaman væri að vita hvort eitt eintak af kynningarbæklingnum hafi verið sent til Liverpool Football Club!
TIL BAKA
Kynningarbæklingur um Michael Owen
Umboðsfyrirtæki Michael Owen hefur ekki setið auðum höndum upp á síðkastið. Þar á bæ hafa menn útbúið 32 blaðsíðna kynningarbækling um Heilagan Mikjál. Bæklingnum hefur verið dreift til stærstu félaga í Evrópu hvort heldur á Englandi sem á meginlandinu. Hér er hægt að lesa bæklinginn góða en í honum kennir ýmissa grasa. Annars er það af Michael að frétta að hann ætlar sér að komast frá Newcasle United í sumar og bæklingurinn góði er auðvitað til þess ætlaður að kynna kappann ef einhver skyldi hafa gleymt honum. Hann er samningsbundinn Newcastle næstu vikurnar en í nýlegu viðtali segist hann ætla að skipta um félag fyrir næstu leiktíð. Í viðtalinu segir hann að opinn fyrir öllu og geti svo sem hugsað sér að spila á meginlandinu en helst vilji hann spila á Englandi.
Michael hefur helst verið orðaður við Aston Villa og Manchester City. Ekki er talið að nokkrar líkur séu á því að hann snúi aftur heim til Liverpool. Þó er vitað að þeir Steven Gerrard og Jamie Carragher myndu gjarnan vilja fá hann til Liverpool og eiga þeir félagar að hafa stungið þessari ósk sinni að Rafael Benítez.
Gaman væri að vita hvort eitt eintak af kynningarbæklingnum hafi verið sent til Liverpool Football Club!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed fer til Marokkó -
| Sf. Gutt
Engin vandamál! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo meiddur -
| Sf. Gutt
Hvað gerist næst? -
| Sf. Gutt
Sætur sigur á San Siro! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Mohamed skilinn eftir heima í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Allt í uppnámi eftir hörð orð Mohamed Salah! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Í minningu
Fréttageymslan

