| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Kuyt með 25 mörk í 100 deildarleikjum
Vinnuþjarkurinn Dirk Kuyt var hetja dagsins, en hann gerði tvö mörk í sigrinum gegn Hull.
Þetta var 100. deildarleikur Hollendingsins fyrir Liverpool liðið og hann hefur nú alls skorað 25 mörk í Úrvalsdeildinni.

Hollendingurinn var svo sannarlega á skotskónum í dag þegar hann tryggði okkar mönnum 3-1 sigur á Hull.
,,Það er alltaf ánægjulegt að skora mörk, en það er sérstaklega ánægjulegt að skora þau fyrir jafn frábært félag og Liverpool", sagði Kuyt í viðtali við Sky að loknum leiknum í dag.
,,Hull eru erfiðir heim að sækja, við vissum að þetta yrði erfitt því að þeir sköpuðu okkur mikil vandræði á Anfield fyrir áramót svo það kom okkur ekkert á óvart að þetta yrði baráttuleikur."
,,Við náðum kannski ekki að sýna okkar bestu hliðar í dag, en við sýndum baráttuvilja og það er mikilvægt. Þessi leikur var alls ekki sá besti sem við höfum spilað, en við náðum okkur í þrjú dýrmæt stig og það er það sem gildir."
Í heildina hefur Dirk Kuyt skorað 38 mörk í 143 leikjum með Liverpool.
Þetta var 100. deildarleikur Hollendingsins fyrir Liverpool liðið og hann hefur nú alls skorað 25 mörk í Úrvalsdeildinni.

Kuyt hefur oft verið gagnrýndur fyrir að skora ekki nógu mikið af mörkum, en 25 mörk í 100 leikjum er í rauninni ekki svo slæmt þegar litið er til þess að Kuyt spilar ekki oft sem fremsti maður í liðinu, jafnvel þótt það hafi verið upphaflegt hlutverk hans. Benítez hefur notað hann mikið á kantinum og þess utan er yfirferð og vinnusemi hans svo gríðarleg að það má segja að hann spili út um allan völl!
Hollendingurinn var svo sannarlega á skotskónum í dag þegar hann tryggði okkar mönnum 3-1 sigur á Hull.
,,Það er alltaf ánægjulegt að skora mörk, en það er sérstaklega ánægjulegt að skora þau fyrir jafn frábært félag og Liverpool", sagði Kuyt í viðtali við Sky að loknum leiknum í dag.
,,Hull eru erfiðir heim að sækja, við vissum að þetta yrði erfitt því að þeir sköpuðu okkur mikil vandræði á Anfield fyrir áramót svo það kom okkur ekkert á óvart að þetta yrði baráttuleikur."
,,Við náðum kannski ekki að sýna okkar bestu hliðar í dag, en við sýndum baráttuvilja og það er mikilvægt. Þessi leikur var alls ekki sá besti sem við höfum spilað, en við náðum okkur í þrjú dýrmæt stig og það er það sem gildir."
Í heildina hefur Dirk Kuyt skorað 38 mörk í 143 leikjum með Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé!
Fréttageymslan