Konungleg sýning!
Liverpool vann einn eftirminnilegasta sigur í glæstri Evrópusögu þegar liðið lagði Real Madrid að velli 4:0. Sumir hefðu sagt að þarna hefði farið fram Konungleg sýning. Að minnsta kosti voru hinir Konunglegu frá Madríd teknir í kennslustund í kanttspyrnu á Anfield Road! Sjón er sögu ríkari!
Allt er tilbúið fyrir fyrstu heimsókn Real Madrid á Anfield...
1:0. Fernando Torres kemur Liverpool yfir eftir mikið harðfylgi og sýningin er þar með hafin...
Fernando Torres minnir stuðningsmenn Real Madrid á að hann lék áður en Atletico Madrid...
2:0. Steven Gerrard skorar af öryggi úr vítaspyrnu í sínum 100. Evrópuleik með Rauða hernum...
3:0. Síðari hálfleikur byrjar með látum og Steven skorar annað mark sitt með föstu skoti úr vítateignum og sýningin heldur áfram...
Gleðin er allsráðandi meðal Rauðliða innan vallar sem utan...
4:0. Á lokamínútunni er sýningin fullkomnuð þegar varamaðurinn Andrea Dossena skorar fyrsta mark sitt með Liverpool...
Ítali hefur aldrei áður skorað fyrir Liverpool og Andrea fer í sögubækurnar fyrir það...
Liverpool vinnur stórsigur 4:0 og enn einu sinni skapaðist töfrandi Evrópukvöld á Anfield sem fer beinustu leið í þjóðsagnasafn Liverpool F.C.
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum