| Grétar Magnússon

Torres og Alonso tæpir

Það eru ekki góðar fréttir sem berast úr herbúðum félagsins því Rafa Benítez mun ekki ákveða fyrr en á síðustu stundu hvort að hann geti telft þeim Xabi Alonso og Fernando Torres fram gegn Portsmouth á laugardaginn.

Benítez mun skoða málin eftir æfingu seinnipartinn í dag, föstudag, áður en hann ákveður hvort að þeir hafi náð sér að fullu eftir Everton leikinn í miðri viku.  Alonso fékk á sig högg í leiknum og Torres virkaði mjög þreyttur en hann spilaði í 101 mínútu.

Benítez sagði þetta á vikulegum blaðamannfundi:  ,,Torres er mjög þreyttur þó svo að hann sé 100% líkamlega klár.  Við verðum að sjá til hvort að hann verði tilbúinn á morgun.  Þegar maður er með leikmenn sem spila marga leiki í röð - tvo leiki á viku - þá er erfitt fyrir þá að vera alltaf 100% klárir.  Maður verður að virða það og ef maður gerir það ekki þá tekur maður mikla áhættu."

,,Þetta er undir honum komið.  Við spjöllum við hann á æfingu á eftir.  Allir leikmennirnir eru svolítið þreyttir þannig að við verðum að taka ákvarðanir um hvern og einn - Torres verður ein af þessum stóru ákvörðunum."

,,Xabi fékk högg á öklann og við verðum að sjá til með hann líka.  Við erum líka án Lucas, sem er kominn í bann og Philip Degen sem er meiddur."

Ljóst er að Steven Gerrard mun ekki spila í næstu leikjum en eins og flestir vita haltraði hann útaf eftir aðeins 16 mínútur gegn Everton.  Benítez er fullviss um að liðið geti komist af án Gerrard, sem hefur skorað 15 mörk á tímabilinu.

Hann sagði: ,,Hann verður frá í u.þ.b. 3 vikur.  Það fer eftir leikmanninum hvort hann verði tilbúinn fyrr.  Læknarnir og sjúkraþjálfararnir vinna mikið með honum og maður getur ekki sagt nákvæmlega til um þetta.  Við erum með nóg af öðrum leikmönnum, Kuyt, Babel, Torres, Ngog - við erum með marga mismunandi möguleika framávið.  Benayoun spilaði sem afturliggjandi sóknarmaður um daginn."

,,Þessir leikmenn hafa það sem til þarf til að spila gegn Portsmouth og sigra, og við munum hugsa um aðra leiki eftir þennan leik."

Benítez talaði einnig um Tony Adams og segist hann bera mikla virðingu fyrir honum, en Adams á hættu á því að verða rekinn ef Portsmouth fara ekki að bæta við sig stigum í deildini.

,,Hann er að vinna gott starf og er að vinna í erfiðri stöðu.  Þeir hafa keypt leikmenn sem eru góðir, kannski þurfa þeir tíma til að komast inní hlutina.  Þegar nýir stjórar koma til leiks þá þurfa þeir að öðlast reynslu og það er erfitt, en ég held að hann eigi framtíðina fyrir sér sem knattspyrnustjóri.  Hann hefur mikla reynslu sem leikmaður og aðstoðarstjóri.  Hann þarf meiri tíma.  Nú er hann undir pressu en ef hann stenst hana þá mun hann verða mjög góður stjóri."

,,Hann er snjall og yfirvegaður.  Þegar sér það þegar maður talar við hann og það er jákvætt."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan