Mark spáir í spilin
Þá er komið að seinni hluta rimmu Liverpool og Everton. Liðin mætast nú á sama stað og á mánudagskvöldið. Nú er að duga eða drepast því liðið sem bíður lægri hlut er úr leik í F.A. bikarnum. Það þarf ekki svo mikið að vera undir til að þessi leikmenn beggja lið gefi allt í leikinn. Það hefur ætíð verið svo í þau 209 skipti sem liðin hafa hingað til leitt saman hesta sína í opinberri keppni.
Það er orðinn tími síðan Liverpool og Everton mættust fyrst í þessari keppni. Það gerðist fyrst árið 1901. Liverpool hafði þá betur eftir aukaleik. Það hefur oft þurft aukaleiki þegar liðin hafa dregist saman og þetta verður 22. leikur liðanna og engin lið hafa dregist oftar saman í 128 ára sögu þessarar keppni. Það er víst því miður ekki svo að vel fari á með öllum stuðningsmönnum þessara gömlu keppinauta. Lengi fram eftir öllu stóðu stuðningsmenn beggja liða saman hvort sem það var á Wembley eða annars staðar en svo er ekki lengur. Reyndar fer vel á með mörgum en óvild hefur verið vaxandi meðal stuðningsmanna liðanna. Á morgun má búast við gríðarlegri stemmningu og ekki dregur úr henni að liðin léku saman síðast liðið mánudagskvöld. Þá skildu liðin jöfn í hörkuleik. Það verður líka hörkustemmning á morgun. Það er meira en næsta víst!
Fróðleiksmolar...
- Liverpool hefur unnið F.A. bikarkeppnina sjö sinnum.
- Liverpool hefur unnið keppnina 1965, 1974, 1986, 1989, 1992, 2001 og 2006.
- Everton hefur unnið F.A. bikarkeppnina fimm sinnum. Fyrst 1906 og svo árin 1933, 1966, 1984 og svo 1995.
- Engin tvö lið hafa oftar leitt saman hesta sína í F.A. bikarnum en Liverpool og Everton.
- Liðin hafa dregist 16 sinnum saman sem er met í keppninni.
- Liverpool hefur níu sinnum haft betur en Everton sex sinnum.
- Liðin ekki leikið saman frá því á leiktíðinni 1990/ 91 en þá þurfti þrjá leiki til að ná fram úrslitum.
- Þá eins og nú mættust liðin tvívegis á einni viku. Liverpool vann þá fyrsta leikinn sem var deildarleikur 3:1. Everton fór áfram í bikarnum eftir þrjá leiki.
- Þetta verður 22. viðureign liðanna í F.A. bikarnum ef aukaleikir eru meðtaldir.
- Núna voru Liverpool og Everton fyrstu tvö liðin sem drógust saman þegar dregið var til 4. umferðar.
- Þetta verður í 210. sinn sem Liverpool og Everton leiða saman hesta sína.
Spá Mark Lawrenson
Liverpool v Everton
Þegar ég sá dráttinn og leit á leikjadagskrá liðanna hugsaði ég með mér að þetta yrði jafntefli. Everton hefur úr fáum mönnum að velja og liðið verður að spila á ákveðinn hátt um þessar mundir. Fátt er um sóknarmenn í liðshópnum. Mig grunar líka að Liverpool tefli ekki fram sínu sterkasta liði. Þessi lið munu því mætast örugglega aftur í bikarnum eftir sunnudagsleikinn.
Úrskurður: Liverpool : Everton 1:1.
Fyrri rimmur í F.A. bikarnum.
25. janúar 1901, 1. umferð. Liverpool 2:2 Everton.
30. janúar 1901, 1. umferð - aukaleikur. Everton 0:2 Liverpool.
4. febrúar 1905, 1. umferð. Liverpool 1:1 Everton.
8. febrúar 1905, 1. umferð -aukaleikur. Everton 2:1 Liverpool.
13. mars 1906, undanúrslit. Everton 2:0 Liverpool. Everton vann F.A bikarinn í fyrsta sinn í kjölfarið.
4. febrúar 1911, 2. umferð. Everton 2:1 Liverpool.
9. janúrar. 1932. 3. umferð Everton 1:2 Liverpool.
24. mars 1950, undanúrslit. Liverpool 2:0 Everton. Liverpool tapaði 2:0 í úrslitum fyrir Arsenal.
29. janúar 1955, 4. umferð. Everton 0:4 Liverpool. Óvænt úrslit! Liverpool var í annarri deild en Everton í efstu. Mögnuð úrslit!
11. mars 1967, 5. umferð. Everton 1:0 Liverpool.
27. mars 1971, undanúrslit. Liverpool 2:1 Everton. Eins og 1950 tapaði Liverpool fyrir Arsenal í úrslitum! Liverpool laut í gras 2:1 eftir framlengingu.
23. apríl 1977, undanúrslit. Liverpool 2:2 Everton. Bláliðar voru brjálaðir eftir leik og eru enn sem muna vegna þess að þeir töldu löglegt mark hafa verið dæmt af Everton!
27. apríl 1977, undanúrslit aukaleikur. Liverpool 3:0 Everton. Liverpool gerði ekki nein mistök í þessum leik en tapaði enn í úrslitum eftir að hafa unnið Everton. Liverpool mátti þola 2:1 tap fyrir Manchester United
24. janúar 1981, 4. umferð. Everton 2:1 Liverpool.
10. maí. 1986. Úrslitaleikur. Liverpool 3:1 Everton. Fyrsti úrslitaleikur þessara liða í F.A. bikarnum. Tveimur árum áður mættust þau í úrslitaleik í Deildarbikarnum. Þá vann Liverpool 1:0 í aukaleik. Nú tæmdist Liverpool svo til eins og tveimur árum áður. Gary Lineker kom Everton yfir en Liverpool gerði út um leikinn í síðari hálfleik. Ian Rush jafnaði og Craig Johnston kom Liverpool yfir. Ian innsiglaði svo sigurinn!
21. febrúar 1988. 5, umferð. Everton 0:1 Liverpool.
20. maí 1989. Úrslitaleikur. Liverpool 3:2 Everton. Eftir framlengingu. Tilfinningaþrunginn dagur á Wembley í kjölfar harmleiksins á Hillsborough. John Aldridge kom Everton yfir snemma leiks en Everton jafnaði í blálokinn með marki varamannsins Stuart McCall. Ian Rush, sem kom inn sem varamaður, kom Liverpool yfir í framlengingunni. Aftur jafnaði Stuart en Ian skoraði sigurmarkið!
17. febrúar 1991, 5. umferð. Liverpool 0:0 Everton.
20. febrúar 1991, 5. umferð - aukaleikur. Everton 4:4 Liverpool. Eftir framlengingu. Hugsanlega magnaðasti bikarleikur allra tíma. Liverpool komst fjórum sinnum yfir en Bláliðar neituðu einfaldlega að gefast upp. Kenny Dalglish sagði af sér sem framkvæmdastjóri Liverpool eftir leikinn.
27. febrúar 1991, 5. umferð - annar aukaleikur. Everton 1:0 Liverpool. Dave Watson sem ólst upp hjá Liverpool skoraði eina mark leiksins.
-
| Sf. Gutt
Steven syrgir Sven -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott meiddur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót!