Verður Sami Hyypia áfram hjá Liverpool?
Eins árs samningur Sami Hyypia við Liverpool rennur út núna í sumar. Hann hefur spilað mikið að undanförnu og staðið sig með sóma eins og hans er von og vísa. Nú eru uppi vangaveltur um að Sami verði kannski um kyrrt í Liverpool eftir allt saman. Það hefur sitt að segja að framtíð Daniel Agger virðist í nokkurri óvissu. Rafael Benítez mun því hafa áhuga á því að hafa Sami lengur hjá Liverpool ef Daniel skyldi fara.
Sami Hyypia gæti líka fengið annað hlutverk hjá Liverpool en að spila. Í dagblaðinu News of the world var á dögunum greint frá því að Rafael Benítez hefði hug á að gera samning við Sami um að hann myndi ekki fara og þess í stað vera spilandi þjálfari hjá Liverpool. Rafael telur að Sami sé ungum og upprennandi leikmönnum góð fyrirmynd og víst er að enginn efast um það enda reynsla hans geysilega mikilvæg.
Sami kom til Liverpool sumarið 1999 og hefur leikið 461 leik með Liverpool. Finninn hefur skorað 35 mörk fyrir Liverpool. Sami hefur spilað 16 leiki á þessari leiktíð og skorað tvö mörk. Finninn lék sinn 700. leik á ferlinum gegn Stoke í upphafi þessa árs.
-
| Sf. Gutt
Endurtekið efni! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Kostas Tsimikas gerir nýjan samning -
| Sf. Gutt
Áfram í undanúrslit! -
| Sf. Gutt
Sterkur sigur! -
| Sf. Gutt
Thiago ennþá meiddur -
| Sf. Gutt
Jürgen Klopp setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Evrópuvegferð Liverpool byrjaði vel! -
| Sf. Gutt
Gerum allt sem við getum til að vinna! -
| Sf. Gutt
Ben Doak kominn með nýjan samning