| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Þó þessi leikur tilheyri ekki hinni eiginlegu jólatörn þá markar hann samt sem áður upphaf tarnarinnar sem er reyndar mjög stutt á þeim jólum sem fara í hönd. Þetta er að síðsti leikur þessara liða fyrir jól en jólatörnin hefst venju samkvæmt á öðrum degi jóla.

Að þessu sinni verða aðeins leiknir tveir deildarleikir um jólin en stundum hafa þeir verið fjórir. Ástæðan er sú að núna er fyrsta helgin í nýju ár tekin frá fyrir 3. umferð F.A. bikarsins. Jólatörnin er því mjög stutt að þessu sinni. Líklega eru margir fegnir því en það er alltaf viss stemmning fylgjandi mörgum leikjum á þessum árstíma. En á fjórða sunnudegi í aðventu leikur Liverpool nú sinn síðasta leik fyrir jól. Smá jólahugleiðing. Ef Liverpool vinnur alla deildarleiki sína til vors verður liðið enskur meistari!

Fróðleiksmolar...

- Liverpool er í efsta  sæti deildarinnar einu stigi á undan Chelsea. 

- Liverpool hefur nú haldið efsta sætinu það sem af er aðventu.

- Liverpool hefur aldrei unnið sigur á Emirates leikvanginum.

- Liverpool hefur ekki sigrað Skytturnar á útivelli frá því á leiktíðinni 1999/2000. Titi Camara skoraði þá eina mark leiksins á Highbury.

- Það má búast við mörkum á sunnudaginn því alls hafa 33 mörk verið skoruð í síðustu átta leikjum liðanna.

- Þeir Jose Reina, Jamie Carragher, Xabi Alonso og Dirk Kuyt hafa leikið alla deildarleiki Liverpool á leiktíðinni. Þeir eru einu leikmenn Liverpool sem hafa gert það.

- Arsenal hefur fimm sinnum haldið hreinu á leiktíðinni í deilidnni og þeir hafa unnið alla þá leiki.

- Liverpool hefur gert tvö markalaus jafntefli í síðustu tveimur leikjum gegn liðum frá höfuðstaðnum.

- Liverpool og Arsenal léku þrívegis á einni viku í apríl. Tveir leikirnir voru í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en á milli var einn leikur í deildinni.

- Tveimur leikjunum lauk með jafntefli en Liverpool vann seinni Evrópuleikinn sem kom þeim áfram.

- Síðasti deildarleikur liðanna á Emirates leikvanginum. 5. apríl 2008. Arsenal : Liverpool. 1:1. Mark Arsenal: Nicklas Bendtner (54. mín.). Mark Liverpool: Peter Crouch (42. mín.).

Spá Mark Lawrenson

Arsenal v Liverpool

Liverpool mun nota svipaða leikaðferð og þá sem dugði, seint í október, til sigurs gegn Chelsea á Stamford Bridge. Rafa Benítez hefur ekki Fernando Torres til taks og hann mun stilla liðinu upp þannig að það verði erfitt að brjóta það á bak aftur. Líklega verður bara einn maður í sókninni og svo verður vonast til að Herra Liverpool, Steven Gerrard, muni galdra eitthvað sem færir sigur. Arsenal hefur spilað vel gegn bestu liðunum á þessari leiktíð en liðið er samt brothætt og er gjarnt á að missa yfirvegunina. En svona leikir eru sjaldan góðir leikir.

Úrskurður: Arsenal v Liverpool 1:1.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan