| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Þá er Evrópukeppnin komin í salt þar til eftir Þorra og nú geta leikmenn Liverpool einbeitt sér að deildarkeppninni. Svo bætist F.A. bikarinn reyndar við eftir áramótin. Stuðningsmenn Liverpool hafa ekki verið alls kostar ánægðir með liðið sitt og það þó liðið sé í efsta sæti deildarinnar. Ætli stuðningsmenn annarra liða væru ekki kátir með liðið sitt í efsta sæti og komið fram undir jól! Reyndar felst óánægjan helst í gremju yfir að liðið sé ekki með enn meiri forystu en þetta eina stig í deildinni. Er þá helst horft til síðustu tveggja heimaleikja sem gáfu tvö stig en ekki sex. Sigur á morgun myndi gefa fjögur stig í forskot því Chelsea leikur ekki fyrr en á sunnudaginn. Þá er bara að vona að Giljagaur færi Liverpool þrjú stig í skóinn á Anfield Road á morgun!

Fróðleiksmolar...

- Liverpool er í efsta  sæti deildarinnar einu stigi á undan Chelsea. 

- Liverpool hefur nú haldið efsta sætinu í deildinni í næstum hálfan mánuð.

- Hull City er að spila í efstu deild í fyrsta sinn í sögu sinni.

- Þeir Jose Reina, Jamie Carragher, Xabi Alonso og Dirk Kuyt hafa leikið alla deildarleiki Liverpool á leiktíðinni. Þeir eru einu leikmenn Liverpool sem hafa gert það.

- Eftir að hafa aðeins skorað eitt mark í þremur leikjum þá hafa leikmenn Liverpool nú skorað sex mörk í síðustu tveimur.

- Bæði lið hafa skorað jafn mörg deildarmörk eða 24 talsins.

- Jose Reina hefur ekki fengið á sig mark á Anfield Road í síðustu fjórum leikjum.

- Liverpool hefur aðeins skorað eitt mark í síðustu þremur heimaleikjum.

- Liverpool hefur ekki tapað leik á Anfield Road á þessu ári.

- Einn fyrrverandi leikmaður Liverpool er í herbúðum Hull City. Það er Nicky Barmby. Hann lék 58 leiki með Liverpool og skoraði átta mörk.

- Síðasti deildarleikur liðanna á Anfield Road. 29. ágúst 1959. Liverpool : Hull City. 5:3. Mörk Liverpool: James Harrower (52. mín.), Jimmy Melia (58. mín.), Ronnie Moran (65. mín.), Alan A´Court (80. mín) og Billy Liddell (85. mín.).

Spá Mark Lawrenson

Liverpool v Hull City

Hull heldur sínu striki. Þeir lentu meira að segja marki undir gegn Middlesborough um síðustu helgi en héldu samt áfram að berjast. Liðið gefst einfaldlega aldrei upp. Það verður áhugavert að sjá hvað leikaðferð Hull mun beita. Munu þeir hafa tvo menn í sókninni eða pakka í vörn og beita skyndisóknum. Hull hefur gjarnan náð góðum úrslitum ef liðið hefur spilað sóknarleik. Ég held að Liverpool vinni leikinn því liðið er jú á heimavelli.

Úrskurður: Liverpool v Hull City 2:0.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan