Merkilegt mark
Markið sem Ryan Babel skoraði fyrir Liverpool gegn PSV Eindhoven var sögulegt. Þetta var 300. markið sem Liverpool skorar í Evrópubikarnum.
Í þessari tölu teljast mörk í Evrópukeppni Meistaraliða og Meistaradeildinni. Fyrsta markið var skorað á Laugardalsvellinum þann 17. ágúst árið 1964. Gordon Wallace kom þá Liverpool í 1:0 gegn K.R. Liverpool vann þann leik, sem var í Evrópukeppni meistaraliða, 5:0.
Þess má geta að Steven Gerrard hefur skorað flest Evrópumörk LIverpool eða 30 talsins. Af þeim hefur hann skorað 26 í Evrópubikarnum. Steven á sem sagt 26 af þessum 300 Evrópubikarmörkum.
Í öllum Evrópukeppnum hefur Liverpool skorað rúmlega 500 mörk. Yossi Benayoun skoraði 500. markið þegar Liverpool vann Besiktas 8:0 á síðustu leiktíð.
-
| Sf. Gutt
Trent heldur á braut -
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Njótum stundarinnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu!