Í fótspor föður síns!
Jose Reina fetar í kvöld í fótspor föður síns en hann stóð í marki Atletico Madrid fyrr á árum. Miguel Reina, sem þótti mjög góður markvörður, ætlar líka að mæta á Vicente Calderon en það eru tíðindi í sjálfu sér því hann fer sárasjaldan á leiki með sýni sínum. Jose sagði frá þessu á blaðamannafundi.
"Það er sjaldgæft að hann mæti á leiki því hann verður mjög taugaóstyrkur. Honum finnst það fara betur með heilsuna að halda sig heim. En þessi leikvangur er honum eins og hans annað heimili og það er stutt fyrir hann að fara þaðan sem hann býr. En það verður frábært að hafa hann hérna. Hann spilaði sjálfur sem markmaður svo hann veit alveg hvernig mér líður þegar ég er að spila. Það er alltaf góð stemmning hérna og alla knattspyrnumenn vilja leika á leikvangi eins og þessum."
Þá er bara að vona að þeir feðgar komist báðir vel frá leiknum í kvöld.
-
| Sf. Gutt
Jeremie Frimpong búinn að ná sér -
| Sf. Gutt
Virgil van Dijk í úrvalslið í fimmta sinn! -
| Sf. Gutt
Dómur upp kveðinn -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Mohamed fer til Marokkó -
| Sf. Gutt
Engin vandamál! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo meiddur -
| Sf. Gutt
Hvað gerist næst? -
| Sf. Gutt
Sætur sigur á San Siro! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum

