Rafael Benítez snýr stoltur heim!
Madríd, höfuðborg Spánar, er fæðingarborg Rafael Benítez. Hann snýr nú þangað heim með liðið sitt. Hann segist gjöra það með miklu stolti. Hann hafði þetta að segja á blaðamannafundi í Madríd í dag.
"Ég er mjög ánægður með að vera kominn hingað í borgina mína. Liverpool er núna heimaborg mín en ég er frá Madríd og þess vegna er ég svo ánægður með að vera hérna. Það er stór stund fyrir alla að snúa heim til heimaborgar sinnar með liðið sitt og þetta er sannarlega mikil stund fyrir mig. Fjölskyldan mín er hérna í Madríd, heimaborg minni, og hingað er ég kominn sem framkvæmdastjóri Liverpool Football Club. Ég er mjög stoltur. Mér finnst alveg nógu mikið til þess koma að vera framkvæmdastjóri hjá þessu frábæra félagi en að stjórna því hérna í Madríd í Meistaradeildarleik er alveg magnað. Ég ætla að njóta leiksins og reyna að vinna sigur."
Rafael Benítez fæddist í Madríd og æfði sem unglingur með Real Madrid. Pabbi hans, sem nú er látinn, var á hinn bóginn stuðningsmaður Atletico Madrid!
"Það er rétt að pabbi hélt með Atletico. Þegar ég var að æfa með unglingaliði Real Madrid spurði hann mig hvers vegna ég væri að styðja Real þegar Atletico þyrfti meira á því að halda en hann væri stoltur núna."
Það verður líklega tilfinningaþrungin stund fyrir Rafael Benítez þegar hann gengur inn á Vicente Calderon leikvanginn í Madríd annað kvöld til að stjórna liðinu sínu sem hann hefur tengst svo sterkum böndum!
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum