| Grétar Magnússon

Cavalieri spilar sinn fyrsta leik

Diego Cavalieri mun leysa Pepe Reina af þegar Liverpool leikur gegn Crewe Alexandra á þriðjudagskvöldið í Deildarbikarnum.  Eins og venjulega mun Rafa gefa ungum leikmönnum tækifæri í þessari keppni.

Diego mun spila í Deildarbikarnum," sagði Benítez.  ,,Hann er frábær atvinnumaður sem er sífellt að læra inná enska boltann.  Þetta er öðruvísi bolti en hann á að venjast frá Brasilíu en hann sýndi það á undirbúningstímabilinu að hann getur gert vel.  Hann er góður markvörður og getur keppt við Pepe Reina.

Líklega mun Benítez gera fleiri breytingar á liðinu en hann ítrekar þó að það sé takmarkið að vinna Deildarbikarinn eins og allar keppnir sem liðið tekur þátt í.

,,Þetta er mikilvæg keppni fyrir okkur en þetta er líka keppni sem gefur okkur tækifæri á því að nota aðra leikmenn.  Við verðum samt að fara varlega.  Við viljum vinna leikinn og Deildarbikarinn og þó svo að við notum einhverja unga leikmenn, þá verðum við að tryggja það að við veljum rétt lið til að sigra."

,,Þetta er gott tækifæri fyrir ungu leikmennina sem eru valdir.  Við erum með fjóra eða fimm unga leikmenn sem æfa með aðalliðinu alla daga þannig að við vitum hvernig þeir vinna, en að taka þátt í alvöru leik gefur þeim tækifæri á að sýna hvað í þeim býr.  Þeir spiluðu vel á undirbúningstímabilinu og líka í nokkrum leikjum á síðasta ári, þannig að við vitum að þeir hafa gæðin til að eiga sér framtíð hér."

Crewe töpuðu 4-3 á heimvelli gegn Southend um helgina en Benítez býst ekki við því að þeir muni koma til að verjast.

,,Ég held að þeir muni líklega sækja meira en Stoke gerðu á laugardaginn," sagði hann.  ,,Ég held að þeir muni spila beint uppá sóknarmennina, þeir munu reyna að vinna seinni boltann og reyna að nýta sér föst leikatriði.  Þeir munu verða skipulagðir og munu örugglega sækja á okkur í skyndisóknum.  Við vitum að þetta verður ekki auðveldur leikur.  Leikir gegn neðri deildar liðum á Englandi eru ávallt erfiðir.  Vonandi getum við spilað vel og skorað fyrsta markið því þá verða hlutirnir auðveldari fyrir okkur."

Engin ný meiðsli tóku sig upp eftir leikinn við Stoke þannig að eini leikmaðurinn sem á við meiðsli að stríða er Fabio Aurelio, sem er ennþá að jafna sig af kálfameiðslum eftir leikinn við Man Utd.

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan