| Sf. Gutt

Kraftur The Kop!

Steven Gerrard skoraði ótrúlegt sigurmark gegn Middlesborough á dögunum. Hann segir enga tilviljun að Liverpool skyldi skora fyrir framan The Kop. Jamie Carragher skoraði líka í leiknum og hann tekur undir orð Steven.

Steven Gerrard: "Þegar maður spilar í áttina að Kop stúkunni þá finnur maður fyrir því hvernig áhorfendur eru að hjálpa manni og liðinu öllu. Þetta var frábær tilfinning og það eru svona stundir sem maður spilar knattspyrnu til að upplifa. Það gekk allt af göflunum undir lokin og engu máttu muna að þakið rifnaði af. Árangurinn á heimavelli verður að vera eins og best getur verið. Stuðningsmennirnir voru þolinmóðir þó ekki gengi eins og til stóð. Middlesbrough lék vel og liðið verðskuldaði kannski eitthvað en við sýndum skapstyrk og héldum áfram að berjast til loksloka. Við höfum verið að reyna að temja okkur jákvætt hugarfar til að klára leiki gegn liðum sem við eigum að vinna. Við náðum þó ekki að brjóta ísinn fyrr en seint í leiknum og það eigum við Jamie Carragher að þakka. Já, það kom á óvart að hann skyldi skora því hann skorar sjaldan en þetta var gott skot þó svo að það breytti um stefnu á leiðinni."

Það hefur lengi verið talað um kraftinn í The Kop og þann töframátt sem þessi mögnuðu áhiorfendastæði búa yfir. Bill Shankly sagði á sínum tíma að áhorfendur á The Kop ættu það til að skora mörk þegar mikið væri í húfi! Jamie Carragher telur gamla sögu hafa endurtekið sig á laugardaginn.

Jamie Carragher: "Það sem gerðist undir lokin hefur marg oft gerst á Anfield og þá sérsataklega þegar við höfum verið að sækja í átt að Kop. Það bara gerist eitthvað á síðustu 10 mínútunum og áhorfendur soga boltann inn í markið. Liverpool hefur gert þetta allt frá því á dögum Bill Shankly.”

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan