| HI

Leto fær ekki atvinnuleyfi

Sebastian Leto, argentínska kantmanninum, hefur verið neitað um atvinnuleyfi í Englandi fyrir næstu leiktíð. Þar með er endanlega ljóst að Leto verður lánaður til annars liðs á tímabilinu, eins og reyndar hefur legið í loftinu.

Rafael Benítez stjóri Liverpool er ósáttur við þessa niðurstöðu. "Ég er vonsvikinn og þetta kom mér á óvart því að þetta er leikmaður sem hefur spilað í meistaradeildinni og verið í landsliðshópi Argentínu fyrir Ólympíuleikana. Framkvæmdastjórar hafa talað um hversu góður hann er svo að ég tel að það verði að breyta kerfinu.

Nú verðum við að leita lausna, kannski finna lið til að lána hann til, en það hafa 8-10 lið á Spáni, Ítalíu og Grikklandi spurst fyrir um hann. Það svo mörg lið spyrjast fyrir um leikmann sem er ekki að spila þýðir það að hann er góður. 

Benítez er þó sannfærður um að Leto eigi eftir að spila aftur í Liverpooltreyju. "Hann er með langan samning, og ég held að hann geti látið til sín taka. Að ári verður staðan önnur og vonandi sjá menn þá að þetta eru mistök. Þegar allt kemur til alls erum við að tala um framtíð leikmanns og ég held að þetta sé ekki sanngjörn niðurstaða."

 

 

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan