Fyrsta viðtalið við Robbie Keane
Robbie Keane er hér í sínu fyrsta viðtali við opinbera heimasíðu félagsins þar sem hann talar um hin alræmdu fögn sín, Fernando Torres og treyju númer 7, sem hann mun klæðast hjá félaginu. Hann útskýrir einnig hvers vegna hann hafnaði því að ganga til liðs við félagið þegar hann var 14 ára gamall.
Robbie, þú ert stuðningsmaður Liverpool - þetta er væntanlega draumur sem rætist ?
Þetta er svo sannarlega draumur sem er að rætast. Ég hef verið mikill stuðningsmaður alla mína ævi og að sitja hér í dag er í raun yfirþyrmandi.
Hvers vegna er núna rétti tíminn til að koma til Liverpool ?
Vegna þess að tækifærið gafst. Þú veist, Liverpool spurðust fyrir um mig og það er eitthvað sem mig hefur dreymt síðan ég var strákur. Ég er á þeim tímapunkti núna að ég vil gefa aðeins í og vinna titla. Ég hef trú á því að Liverpool geti það með þeim leikmannahópi sem er hér.
Er það rétt að þú hafnaðir því að ganga til liðs við félagið þegar þú varst unglingur ?
Ég fékk tækifærið þegar ég var 14 ára. Ég hefði getað skrifað undir en mér fannst, að á þeim aldri sem ég var, að ég hefði meiri möguleika á því að spila með aðalliðinu hjá Úlfunum - og það rættist. Ég sé ekki eftir því, vegna þess að ég var kominn í liðið hjá Úlfunum þegar ég var bara 17 ára. Ég sé aldrei eftir neinu sem ég geri. Að vera hjá Úlfunum og þeim félögum sem ég hef verið hjá - það hefur alltsaman leitt mig þangað sem ég er í dag. Það hafa verið umræður um brottför mína síðan þá en þartil nú hefur það alltsaman bara verið vangaveltur.
Hvað hefur Rafa Benítez sagt þér um hlutverk þitt hér ?
Ég hef talað við hann um stöðuna. Hann þekkir hvernig ég spila og vonandi get ég unnið fyrir hann. Það er undir mér komið að sanna það að ég geti verið í liðinu í hverri viku. Maður kemur ekki til félags og býst við því að labba beint inní byrjunarliðið; maður verður að vinna sér inn sitt sæti og ég hlakka til þess að gera það.
Þú munt vinna daginn út og inn með Rafa - var það stór hluti af ákvörðun þinni að koma ?
Já, það var þannig. Hann er stórkostlegur stjóri og hefur gert mikið fyrir Liverpool. Hann hefur unnið Meistaradeildina. Það er stór áfangi. En enginn þarf að selja mér Liverpool. Það gerðist fyrir löngu síðan. Þegar svona tækifæri kemur þá verður maður að grípa það báðum höndum.
Þú hefur spilað með nokkrum af bestu sóknarmönnum heims undanfarin ár og ég býst við því að þig hlakkar mikið til að spila með, kannski besta sóknarmanni heims um þessar mundir, Fernando Torres ?
Hann hefur staðið sig ótrúlega vel síðan hann kom í Úrvalsdeildina. Hann var magnaður á síðasta tímabili og líka á Evrópumótinu með Spáni. Það er erfitt að yfirgefa Tottenham með þann leikmannahóp sem þar er núna - eins og Dimitar Berbatov, sem ég átti gott samstarf með - en Torres er líklega besti sóknarmaðurinn í heimi núna. Vonandi getum við spilað marga leiki saman og gert vel.
Sérðu sjálfan þig sem afturliggjandi sóknarmann, einhvern sem getur spilað aðeins meira fyrir aftan fremsta mann, t.d. Torres, eða viltu vera fremsti maður ?
Ég sé sjálfan mig sem afturliggjandi sóknarmann, ég get spilað alveg fremst, tengt milli miðju og sóknar og spilaði í holunni. Maður er alltaf dæmdur eftir því hversu mörg mörk maður skorar sem sóknarmaður og ég hef alltaf skorað þónokkuð af mörkum. Vonando get ég haldið því áfram hér hjá Liverpool.
Hversu spennandi er það að klæðast treyju númer sjö hér hjá Liverpool ?
Sem stuðningsmaður Liverpool þá er treyja númer 7 svakaleg treyja. Þetta er frábært tækifæri fyrir mig sem mér líst vel á. Þeir leikmenn sem hafa klæðst þessari treyju, Kevin Keegan og Kenny Dalglish - ef ég geri aðeins helminginn af því sem þeir gerðu hjá Liverpool þá verð ég ánægður.
Var það mikil freisting að fá að spila í Meistaradeildinni ?
Ég hef spilað áður í undankeppni Meistaradeildarinnar en þú veist, þetta er allur pakkinn. Ég hef alltaf viljað koma hingað en, já, Meistaradeildin og sá möguleiki að geta spilað þar hafði mikil áhrif.
Þú ert 28 ára gamall, myndir þú segja að þú værir á toppnum núna ?
Já, ég held það. Síðustu fjögur ár hafa verið frábær hjá mér og ég trúi því að ég sé á hátindi ferils míns núna. Ég er á góðum aldri og ef ég kæmi ekki til Liverpool núna þá hefði ég kannski aldrei tækifæri til að koma hingað. Þetta hefur alltsaman gengið fullkomlega upp hjá mér og vonandi fyrir Liverpool líka.
Þú skoraði tvö gegn okkur á Anfield á síðasta tímabili - var það skrýtið, sem stuðningsmaður ?
Það er erfitt. Ég styð Liverpool en maður verður að gleyma því. Það var gaman að skora fyrir framan Kop stúkuna en núna hlakka ég bara til að skora þar aftur í réttri treyju.
Það er leikur gegn Villarreal á miðvikudaginn, svo leikur gegn Rangers um helgina. Annar hvor þessara leikja er tilvalin fyrir þig til að byrja, ekki satt ?
Mótherjinn skiptir litlu máli því það verður frábært. Þetta er eitthvað sem ég hlakka mikið til. Ég hugsa ekki mikið um það gegn hverjum ég spila minn fyrsta leik, ég hlakka bara til að klæðast rauðu treyjunni og spila fyrir Liverpool. Þetta er eitthvað sem mig hefur dreymt um og stundum rætast draumar manns.
Þú ert frægur fyrir það hvernig þú fagnaðir mörkum - er líklegt að við sjáum það á Anfield ?
Ég mun líklega fagna einu sinni þannig fyrir stuðningsmennina vegna þess að ég var vanur að gera þetta, en við látum eitt skipti duga.
Þetta hlýtur að vera nokkuð gott sumar fyrir þig þar sem þú giftir þig líka ?
Já, þetta hefur verið frábært ár fyrir mig, Tottenham unnu Deildarbikarinn, svo giftist ég og nú er ég kominn til félagsins sem ég hef haldið með alla ævi. Ég mun aldrei nokkurn tímann gleyma þessu ári.
Var erfitt að yfirgefa Tottenham ?
Já, vegna sambands míns við alla þar, og ég var líka varafyrirliði. Ledley King hefur verið mikið meiddur þannig að ég var mjög oft fyrirliði. Samband mitt við stuðningsmennina og stjórnarformanninn þýddi að það var erfitt að fara. Ég skil eftir góða vini, en ef það var eitthvað félag sem hefði tekið mig frá Tottenham þá var það Liverpool.
Ertu með einhver skilaboð til stuðningsmanna Tottenham ?
Stundum fær maður tækifæri í lífi sínu þar sem maður getur látið drauma sína rætast. Stuðningsmenn Tottenham hafa reynst mér ótrúlega vel og ég vil þakka þeim fyrir stuðning þeirra undanfarin ár. Ég hlakka til að sjá þá aftur og ég mun aldrei gleyma því hvernig þeir tóku mér.
Og hvað viltu segja við stuðningsmenn Liverpool sem eru auðvitað mjög spenntir yfir því að þú skulir vera kominn ?
Ég get ekki beðið eftir því að klæðast treyjunni og vonandi hlakka þeir til þess líka. Ég mun ávallt gefa 100 prósent fyrir þetta félag og vonandi skora og búa til mörk.
-
| Sf. Gutt
Óhugnalegar fréttir -
| Sf. Gutt
Liverpool borg máluð rauð! -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Alan Hansen afhendir Englandsbikarinn! -
| Sf. Gutt
Af leikmannamálum -
| Sf. Gutt
Alexis kominn í sumarfrí -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley með nýjan samning -
| Sf. Gutt
Jafnt gegn Skyttunum