| HI

Riise og Crouch vilja ekki fara

John Arne Riise og Peter Crouch, sem báðir hafa verið orðaðir við önnur félög í fjölmiðlum, hafa báðir stigið fram og sagst vilja vera áfram hjá félaginu. Riise hefur verið orðaður við Aston Villa á meðan Crouch er sagður á leið til Portsmouth, þar sem hann hefur leikið áður, fyrir 9 milljónir punda.

Riise segir: "Þetta hefur verið skrítið tímabil hjá mér, ég hef leikið nokkra góða leiki og síðan nokkra þar sem ég hef ekki náð að sýna mitt rétta andlit. Þegar félagaskiptaglugginn opnast fara sögurnar í gang. Þetta er aðallega vegna þess að fólk veit að ég á eitt og hálft ár eftir af samningnum mínum.

Stuðningsmennirnir vita að ég er mjög ánægður hér. Vonandi fæ ég nýjan samning hjá félaginu svo að ég geti verið hjá LIverpool í mörg ár."

Crouch hefur einnig lýst því yfir að hann sé ekki á förum. "Allir tala um að ég sé að fara til annars félags. Kannski er það vegna þess að ég spila ekki alla leiki. En í félagi eins og Liverpool spilar maður ekki alla leiki. Ég hef gert mér grein fyrir því að þannig er það í þessu félagi, á meðan maður spilar alla leiki í öðru félagi.

Hvað framtíð mína varðar hef ég ekki heyrt neitt. Enginn hefur haft samband við klúbbinn og enginn hefur haft samband við mig."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan