| Sf. Gutt

Engin uppgjöf hjá Sami

Tapið gegn Manchester United í gær svíður sárt en það er enginn bilbugur á Sami Hyypia. Finninn, sem hefur leikið frábærlega að undanförnu telur að Liverpool sé ekki búið að segja sitt síðasta orð í baráttunni um enska meistaratitilinn.

"Leikurinn var svipaður þeim á síðustu leiktíð. Við áttum leikinn að mestu en töpuðum út af marki sem var skorað eftir að þeir náðu frákasti eftir fast leikatriði. Manchester United tókst ætlunarverk sitt sem var að halda markinu hreinu og að auki náðu þeir að læða inn einu marki. Við getum samt líka verið ánægðir með margt í leik okkar.

Þetta er enginn heimsendir. Auðvitað er það nokkuð mikið að vera tíu sigum á eftir efsta liðinu en ég held að það sé ekki óvinnandi vegur að vinna upp þann mun. Það hefði verið mikilvægt að vinna þennan leik en okkur tókst það ekki. Við verðum því að einbeita okkur að hverjum leik fyrir sig og sjá hvert það mun skila okkur í maí."

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan