Gabriel Paletta fékk silfur í Japan
Gabriel Paletta, fyrrum leikmaður Liverpool, fékk silfur með félögum sínum í Boca Juniors í Japan þegar leikið var til úrslita í Heimsmeistarakeppni félagsliða. AC Milan varð heimsmeistari eftir 4:2 sigur á argentínska liðinu í Yokohama í morgun að okkar tíma. Gabriel var í byrjunarliði Boca og lék í stöðu miðvarðar. Hann lék allan leikinn.
Það hefði verið gaman að sjá Liverpool í keppninni en því miður varð ekki svo. Leikurinn í morgun var skemmtilegur. wFilippo Inzaghi kom AC Milan yfir í fyrri hálfleik en Rodrigo Palacio jafnaði. Alessandro Nesta kom Evrópumeisturunum aftur yfir snemma í síðari hálfleik. Þeir Kaka og Filippo komu svo AC Milan í 4:1 og gerðu svo gott sem út um leikinn. Sjálfsmark Massimo Ambrosini lagaði stöðuna fyrir Suður Ameríkumeistarana undir lokin. Sigri AC Milan varð þó ekki ógnað og Paolo Maldini tók við sigurverðlaununum eftir leikinn. AC Milan varð Evrópumeistari í vor eftir 2:1 sigur á Liverpool í vor. Í ágúst bættist Stórbikar Evrópu í safnið þegar liðið vann Sevilla 3:1.
Þetta var í fjórða sinn, 1969, 1989, 1990 og 2007, sem AC Milan verður heimsmeistari félagsliða. Ekkert félag hefur unnið þennan titil oftar. Um leið varð AC Milan sigursælasta lið veraldar. Þetta var átjándi titillinn sem félagið vinnur í alþjóðlegum keppnum. Félagið hefur orðið sjö sinnum Evrópubikarmeistari, tvívegis vann liðið Evrópukeppni bikarhafa og Stórbikar Evrópu hefur unnist fimm sinnum. Við þetta bætast svo fjórir heimsmeistaratitlar félagsliða. Sannarlega glæsileg afrekaskrá.
Séu sömu titlar taldir hjá Liverpool þá hafa ellefu slíkir unnist og er það enskt met!
-
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga!