Robbie kveður í annað sinn
Sjónarvottur segir Robbie Fowler hafi gengið síðastur út af Anfield Road eftir leik Liverpool og Cardiff í Deildarbikarnum. Líklega var þetta í allra síðasta sinn sem Robbie spilar uppáhaldsleikvangnum sínum. Það er þó ekki gott að segja því allir töldu að Robbie hefði spilað í síðasta á Anfield Road í vor þegar hann lék með Liverpool gegn Charlton Athletic.
Stuðningsmenn Liverpool tóku goðsögninni sem þar færi týndi sonurinn. Áhorfendur kölluðu nafnið hans hástöfum áður en leikurinn hófst og það var mikið fagnað þegar nafn hans var lesið upp þegar liðin voru kynnt til leiks.
Þegar flautað var til leiksloka fögnuðu stuðningsmenn Liverpool sigri en um leið hylltu þeir Robbie Fowler. Hann þakkaði fyrir sig með því að klappa fyrir áhorfendum á Anfield Road. Fyrrum félagar hans í Liverpool
föðmuðu hann og það gerði líka Rafael Benítez. Robbie skipti á treyju við Steven Gerrard. Robbie gekk svo síðastur allra til búningsherbergja. Líklega var þetta í síðasta skipti sem Guð lék listir sínar í musteri sínu. Þessi síðasta endurkoma hans var sannarlega óvænt! Kannski er ein eftir enn!
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv...
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum