| HI

Ætlaði að hvíla Gerrard

Rafael Benítez segir að upphaflega hafi hann ætlað að hvíla Steven Gerrard í leiknum gegn Cardiff í gærkvöld. Hins vegar hafði aðstæður neitt hann til þess að láta fyrirliðann spila.

"Ég hefði viljað sleppa Steven við að spila leikinn. Það er hins vegar of mikið um meiðsli hjá okkur og Momo Sissoko var veikur aftur, þannig að hann varð að spila. Og á endanum skoraði hann sigurmarkið. Cardiff lagði hart að sér og voru hættulegir í föstum leikatriðum, og þannig kom jöfnunarmark þeirra. En síðan skoraði Gerrard dæmigert mark fyrir hann. Hann er að komast í sitt besta form og farinn að skora aftur. Þetta er þriðji leikurinn í röð sem hann gerir það."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan