| AB

Launaseðill Riise á Netinu

Mynd af launaseðli John Arne Riise á að hafa borist í hendur óprúttinna náunga sem hafa dreift honum um Netið. Seðillinn sýnir fram á að laun hans eru mun lægri en ætlað er.

Liverpool FC er sagt "líta málið mjög alvarlegum augum" og muni rannsaka hvernig launaseðlinum hafi verið stolið. Önnur mynd sem við höfum ekki fundið á að hafa sýnt fullt nafn Riise en sökum þess að heimilisfangs hans er einnig þar getið er sú mynd ekki í umferð.

Seðillinn á að sýna m.a. mánaðarlaun norska varnarmannsins í september 2006, stigabónus hans, kauphækkunar vegna Meistaradeildar og greiðslur vegna boðsmiða og boðsmáltíða.

Riise var almennt sagður hafa um 60.000 pund á viku og Gerrard um 120.000 pund til að mynda. Ef þessar tölur eru réttar hefur Riise "einungis" allajafna um 31.000 pund á viku sem rennir stoðum undir þá tilgátu að launamál leikmanna séu jafnan ýkt í fjölmiðlum.

Smellið á myndina til að fá stærri mynd

Smellið á myndina til að sjá hana í fullri stærð

Hér má lesa sér til um að Riise hafi fengið um 15.000 punda bónus fyrir að taka þátt í að leggja Maccabi Haifa að velli og komast í riðlakeppni Meistaradeildar.

Heildarlaun hans fyrir mánuðinn eru um 124.000 pund (15,4 milljónir kr.) með bónus ef hann spilar reglulega þannig að ef vel gengur fær hann um 31.000 pund eða 3,85 milljónir króna á viku frá Liverpool FC fyrir skatt. Hann greiðir 55.000 pund í skatt á mánuði sem er hressileg upphæð eða alls 6,8 milljónir króna.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan