| AB

Danny Guthrie á leið til Bolton

Danny Guthrie, miðjumaðurinn öflugi, var í láni hjá Southampton á síðasta tímabili og fær nú að spreyta sig með Bolton í Úrvalsdeildinni.

Danny lék sjö leiki með aðalliði Liverpool áður en hann fór í lán til Southampton. Hann vakti athygli fyrir framgöngu sína með Southampton og nú hefur hann tekið enn eitt skrefið á ferli sínum og vonast til að leika reglulega í Úrvalsdeildinni sem er borin von að hann fái nokkurn tímann að gera hjá Liverpool.

Sammy Lee, framkvæmdastjóri Bolton og fyrrverandi leikmaður og þjálfari hjá Liverpool er spenntur fyrir stráknum: "Danny er kraftmikill miðjumaður sem hefur góða boltatækni. Hann leggur afar hart að sér og er með mjög gott þrek. Hann býr yfir góðri sendingargetu og hentar leikstíl okkar vel."

Danny verður eitt ár í láni hjá Bolton. Hann gengur frá samningi við Bolton þegar hann kemur úr sumarleyfi sínu.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan