Ibrahima Konaté

Fæðingardagur:
25. maí 1999
Fæðingarstaður:
París, Frakklandi
Fyrri félög:
Sochaux, RB Leipzig
Kaupverð:
£ 36000000
Byrjaði / keyptur:
01. júlí 2021
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Ibrahima Konaté varð fyrsti leikmaðurinn sem var keyptur sumarið 2021. Hann kom frá RB Leipzig eftir fjögurra ára veru þar, alls spilaði hann tæplega 100 leiki fyrir þýska liðið í öllum keppnum. Konaté er fæddur þann 25. maí árið 1999.

Hann hóf ferilinn hjá Paris FC í heimalandinu Frakklandi en árið 2014 gekk hann til liðs við akademíu FC Sochaux, athyglisverð staðreynd er að hann hafði fram til þessa spilað sem framherji en færði sig svo í stöðu miðherja.

Hann spilaði með unglingaliðum félagsins og fékk svo sitt fyrsta tækifæri með aðalliðinu í janúar árið 2017. Það sem eftir lifði tímabils tók hann þátt í 13 leikjum liðsins í öllum keppnum en liðið var þá í næst efstu deild Frakklands.

Sumarið 2017 skipti hann svo yfir til Þýskalands þegar RB Leipzig höfðu sýnt áhuga og fór hann þangað á frjálsri sölu. Alls urðu leikirnir 95 talsins í Þýskalandi í öllum keppnum og mörkin alls fjögur talsins. Tímabilið 2018-19 var kannski hans besta tímabil og urðu leikirnir 43 í öllum keppnum, Leipzig náði þriðja sæti í þýsku Bundesligunni með bestu vörnina og þurftu svo að sætta sig við tap í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar. Næstu tvö tímabil þar á eftir spilaði hann aðeins 32 leiki alls er meiðsli settu sitt strik í reikninginn.

Þegar félagaskiptin voru staðfest hafði Jürgen Klopp þetta að segja um sinn nýjasta leikmann: ,,Í Ibrahima erum við að fá leikmann sem bætist við þau gæði sem nú þegar eru hér til staðar. Líkamlega er hann mjög áhrifamikill, hann er snöggur, mjög sterkur og gríðarlega góður í loftinu. Hann kemur hingað eftir að hafa spilað tæplega 100 leiki fyrir Leipzig í Bundesligunni og Evrópu. Ég er viss um að talan væri auðvitað mun hærri ef ekki væri vegna meiðsla en þrátt fyrir það hefur hann öðlast mikla reynslu af því hvað þarf til að standa sig í tveimur mjög svo erfiðum keppnum."

Tölfræðin fyrir Ibrahima Konaté

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2021/2022 11 - 0 6 - 1 4 - 0 8 - 2 0 - 0 29 - 3
2022/2023 18 - 0 3 - 0 0 - 0 3 - 0 0 - 0 24 - 0
2023/2024 22 - 0 3 - 0 5 - 0 7 - 0 0 - 0 37 - 0
Samtals 51 - 0 12 - 1 9 - 0 18 - 2 0 - 0 90 - 3

Fréttir, greinar og annað um Ibrahima Konaté

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil