| Sf. Gutt

Ibrahima Konaté meiddur


Það er ekki eitt heldur allt. Nú er annar miðvörður Liverpool úr leik næstu vikurnar. Ibrahima Konaté fann fyrir eymslum aftan í læri eftir leik Liverpool og Brighton um helgina. Talið er að hann verði frá æfingum og keppni í tvær til þrjár vikur.

Þetta er í annað eða þriðja sinn sem Frakkinn lendir á meiðslalistanum það sem af er leiktíðar. Hann meiddist slysalega í síðasta æfingaleiknum fyrir leiktíðina gegn Strassborg og var frá leik frameftir hausti. Ibrahima er bara búinn að spila tíu leiki á allri leiktíðinni. 


Fyrir var Virgil van Dijk, af miðvörðum Liverpool, á meiðslalistanum. Hann meiddist í byrjun ársins og á eitthvað í land með að geta farið að æfa og keppa að nýju. 


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan