Harvey Elliott

Fæðingardagur:
04. apríl 2003
Fæðingarstaður:
Chertsey
Fyrri félög:
Fulham
Kaupverð:
£ 0
Byrjaði / keyptur:
28. júlí 2019

Harvey Elliott kom til félagsins sumarið 2019. Hann er uppalinn hjá Fulham og varð hann yngsti leikmaðurinn í sögu úrvalsdeildarinnar þegar hann kom inná sem varamaður gegn Úlfunum í leik sem fór fram í maí 2019. Þá var hann aðeins 16 ára og 30 daga gamall.

Þetta var þó ekki fyrsti leikur hans með aðalliði félagsins því hann setti einnig met í enska deildarbikarnum í september 2018 þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir Lundúnaliðið, þá aðeins 15 ára að aldri.

Þegar ljóst var að Fulham var fallið úr úrvalsdeildinni og að félög gætu samið við Elliott án þess að greiða mjög háa upphæð fyrir var Liverpool strax í umræðunni. Elliott er yfirlýstur stuðningsmaður félagsins og því var ljóst að áhuginn var til staðar hjá honum. Það fór svo að í júlí var hann tilkynntur sem leikmaður félagsins og sama dag kom hann inná sem varamaður í æfingaleik gegn Napoli.

Þann 25. september 2019 spilaði hann svo sinn fyrsta leik fyrir aðallið Liverpool í deildarbikarleik gegn MK Dons. Varð hann þar með yngsti leikmaður félagsins í byrjunarliði og sá næst yngsti heilt yfir á eftir Jerome Sinclair.

Tölfræðin fyrir Harvey Elliott

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2019/2020 2 - 0 3 - 0 3 - 0 0 - 0 0 - 0 8 - 0
2021/2022 6 - 0 3 - 1 1 - 0 1 - 0 0 - 0 11 - 1
2022/2023 32 - 1 3 - 2 2 - 0 8 - 2 1 - 0 46 - 5
2023/2024 34 - 3 3 - 1 6 - 0 10 - 0 0 - 0 53 - 4
Samtals 74 - 4 12 - 4 12 - 0 19 - 2 1 - 0 118 - 10

Fréttir, greinar og annað um Harvey Elliott

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil