| Sf. Gutt

Alltaf að gá hvernig Liverpool gengi!Harvey Elliott er ekki bara leikmaður Liverpool heldur líka stuðningsmaður liðsins og hefur verið frá unga aldri. Á síðasta leiktímabili var hann í láni hjá Blackburn Rovers en fylgdist vel með uppáhalds liðinu sínu. Hann skoðaði stöðuna hjá Liverpool meira að segja þegar hann var sjálfur að spila! 

,,Ég kíkti á stöðuna hjá Liverpool í hálfleik þegar við í Blackburn vorum að spila. En ég átti nú kannski ekki að gera það."

Harvey er sem sagt bæði leikmaður og stuðningsmaður Liverpool. Hann er nú við æfingar með aðalliðshópi Liverpool í Austurríki. Það verður áhugavert að sjá hvort hann verður í hópnum á komandi leiktíð eða hvort hann verður lánaður. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan