| Sf. Gutt
Harvey Elliott skoraði stórglæsilegt mark á móti Tottenham á sunnudaginn. Hann þrumaði að marki utan vítateigs og boltinn söng í netinu fyrir faman Kop stúkuna. Harvey var svolítið hissa þegar hann sá að boltinn hafnaði í netinu!
,,Ef satt skal segja hélt ég að boltinn færi yfir markið. En boltinn lækkaði flugið svolítið og hafnaði í netinu. Það var tími til kominn að skora. Í síðustu leikjum er ég búinn að skjóta í þverslá, stöng og allt mögulegt. Það er alltaf gaman að skora og sérstaklega á Anfield!"
Heppnin er ekki búinn að vera með Harvey Elliott síðustu vikurnar. Hann átti skot í slá undir lok leiks Liverpool og West Ham um þarsíðustu helgi. Hefði boltinn farið í markið hefði Liverpool unnið leikinn. Hann hitti bæði í slá og stöng í sama skotinu í fyrri leiknum á móti Atalanta þegar staðan var markalaust. En nú kom markið!
Harvey átti stórleik á móti Tottenham. Hann er búinn að standa sig vel á leiktíðinni og getur orðið enn betri en hann hefur sýnt til þessa.
TIL BAKA
Svolítið hissa að sjá boltann í netinu!
Harvey Elliott skoraði stórglæsilegt mark á móti Tottenham á sunnudaginn. Hann þrumaði að marki utan vítateigs og boltinn söng í netinu fyrir faman Kop stúkuna. Harvey var svolítið hissa þegar hann sá að boltinn hafnaði í netinu!
,,Ef satt skal segja hélt ég að boltinn færi yfir markið. En boltinn lækkaði flugið svolítið og hafnaði í netinu. Það var tími til kominn að skora. Í síðustu leikjum er ég búinn að skjóta í þverslá, stöng og allt mögulegt. Það er alltaf gaman að skora og sérstaklega á Anfield!"
Heppnin er ekki búinn að vera með Harvey Elliott síðustu vikurnar. Hann átti skot í slá undir lok leiks Liverpool og West Ham um þarsíðustu helgi. Hefði boltinn farið í markið hefði Liverpool unnið leikinn. Hann hitti bæði í slá og stöng í sama skotinu í fyrri leiknum á móti Atalanta þegar staðan var markalaust. En nú kom markið!
Harvey átti stórleik á móti Tottenham. Hann er búinn að standa sig vel á leiktíðinni og getur orðið enn betri en hann hefur sýnt til þessa.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah þokast upp markalistann! -
| Sf. Gutt
Sterkur sigur! -
| Sf. Gutt
Ég er sallarólegur! -
| Sf. Gutt
Vilja vinna allar keppnir! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Jafnglími í höfuðstaðnum -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet!
Fréttageymslan