Jordon Ibe

Fæðingardagur:
08. desember 1995
Fæðingarstaður:
London
Fyrri félög:
Wycombe
Kaupverð:
£ 0
Byrjaði / keyptur:
20. desember 2011

Ibe var keyptur til félagsins í lok árs 2011 en hann þykir mikið efni.

Hann hóf ferilinn hjá Charlton en gekk til liðs við Wycombe Wanderers 12 ára að aldri.  Þann 9. ágúst 2011 spilaði hann sinn fyrsta leik með aðalliði félagsins er hann kom inná sem varamaður í Deildarbikarleik gegn Colchester í framlengingu.

Sex dögum síðar spilaði hann sinn fyrsta deildarleik er hann kom inná sem varamaður seint í leiknum.  Í fyrsta sinn sem hann var í byrjunarliðinu skoraði hann eina mark Wycombe í 2-1 tapi gegn Sheffield Wednesday og varð hann þar með yngsti markaskorari í sögu félagsins.

Ibe fékk svo tækifæri í byrjunarliði Liverpool í síðasta leik tímabilsins heima gegn Q.P.R. og átti hann sendinguna á Coutinho sem skoraði eina mark leiksins.

Framtíðin virðist því vera björt hjá þessum unga leikmanni.

Tölfræðin fyrir Jordon Ibe

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2012/2013 1 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 1 - 0
2013/2014 1 - 0 0 - 0 1 - 0 0 - 0 0 - 0 2 - 0
2014/2015 12 - 0 0 - 0 0 - 0 2 - 0 0 - 0 14 - 0
2015/2016 27 - 1 3 - 0 5 - 2 6 - 1 0 - 0 41 - 4
Samtals 41 - 1 3 - 0 6 - 2 8 - 1 0 - 0 58 - 4

Fréttir, greinar og annað um Jordon Ibe

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil