| Grétar Magnússon

Jordon Ibe mun skrifa undir

Samkvæmt staðarblaðinu Liverpool Echo mun Jordon Ibe skrifa undir nýjan samning við Liverpool í næstu viku. Verða það að teljast góðar fréttir.

Talið er að félagið og Ibe hafi sæst á samning til ársins 2020 með launapakka í kringum 30.000 pund á viku. Síðan Ibe kom til baka úr láni frá Derby County í janúar hefur hann spilað vel, alls hefur hann spilað í 15 leikjum á tímabilinu og svo gott sem fest sig í sessi sem mikilvægur leikmaður í leikmannahópi aðalliðsins.

Fréttir bárust af því fyrir nokkrum dögum síðan að samningaviðræður gengu illa og að Ibe myndi freistast til þess að leita á önnur mið en þær fréttir komu víst bæði Ibe og forsvarsmönnum félagsins mjög á óvart þar sem viðræður gengu vel og allir voru sáttir með gang þeirra.

Ibe er ekki með umboðsmann eins og langflestir knattspyrnumenn, stjúpfaðir hans sér um hans mál og hefur hann verið í samningaviðræðum við félagið.

Ibe bætist því í hóp leikmanna eins og Daniel Sturridge, Philippe Coutinho og Jordan Henderson sem allir hafa skrifað undir langtímasamninga á þessu tímabili. Martin Skrtel og Joe Allen eru taldir líklegir til að gera slíkt hið sama í sumar.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan