Jordan Ibe kosinn besti ungliðinn
Við lok leiktíðarinnar var Jordan Ibe kjörinn besti ungliðinn í liði Liverpool. Kjörið fór fram á Liverpoolfc.com. Jordan Ibe fékk 28% atkvæða í kjörinu. Í öðru sæti var Conor Coady með 26% og Adam Morgan kom í þriðja sæti með 9%.
Liverpool fékk Jordan frá Wycombe og þessi eldfljóti strákur vakti mikla athygli með unglingaliðinu á leiktíðinni. Á síðasta degi leiktíðarinnar lék hann fyrsta leik sinn með aðalliðinu þegar Brendan Rodgers valdi hann í byrjunarliðið á móti Queen Park Rangers. Hann stóð sig mjög vel í leiknum og átti stoðsendinguna sem gaf sigurmark Philippe Coutinho. Einn leikur er auðvitað ekki mikið en hann er þó fyrsta skrefið.
-
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé! -
| Sf. Gutt
Vitezslav Jaros lánaður -
| Sf. Gutt
Leikjadagskráin birt -
| Sf. Gutt
Ungliðar á braut -
| Sf. Gutt
Það fengust peningar fyrir Trent