| Heimir Eyvindarson
Daily Telegraph greinir frá því í dag að Liverpool hafi boðið Jordon Ibe nýjan samning. Það er hinn ágætlega tengdi Chris Bascombe sem skrifar fréttina.
Jordon Ibe hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína með Liverpool, frá því hann kom til baka úr lánsdvöl sinni hjá Derby County í síðasta mánuði. Samningur Ibe rennur reyndar ekki út fyrr en 2017, en Bascombe segist hafa öruggar heimildir fyrir því að Liverpool hafi boðið Ibe framlengingu um nokkur ár og verulega launahækkun, eins og það er orðað í fréttinni.
Strax í lok janúar tjáði Brendan Rodgers sig opinberlega um það að hann vildi tryggja sér þjónustu Ibe um langa framtíð, þannig að í sjálfu sér kemur alls ekki á óvart að nýtt samningstilboð sé á borðinu.
Jordon Ibe er aðeins 19 ára, fæddur 8. desember 1995 og því nákvæmlega ári yngri en Raheem Sterling félagi hans hjá Liverpool. Eins og menn vita þá hafa viðræður Liverpool og Sterling um framlengingu á samningi ungstirnisins gengið frekar erfiðlega og nokkuð ljóst af fréttunum af samningaviðræðunum við Ibe, að félagið ætlar ekki að lenda í slíkum vandræðum aftur.
Þess má geta að Bascombe telur sig einnig hafa heimildir fyrir því að Ibe byrji inn á í leiknum gegn Besiktas í kvöld.
TIL BAKA
Ibe boðinn nýr samningur
Daily Telegraph greinir frá því í dag að Liverpool hafi boðið Jordon Ibe nýjan samning. Það er hinn ágætlega tengdi Chris Bascombe sem skrifar fréttina.Jordon Ibe hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína með Liverpool, frá því hann kom til baka úr lánsdvöl sinni hjá Derby County í síðasta mánuði. Samningur Ibe rennur reyndar ekki út fyrr en 2017, en Bascombe segist hafa öruggar heimildir fyrir því að Liverpool hafi boðið Ibe framlengingu um nokkur ár og verulega launahækkun, eins og það er orðað í fréttinni.
Strax í lok janúar tjáði Brendan Rodgers sig opinberlega um það að hann vildi tryggja sér þjónustu Ibe um langa framtíð, þannig að í sjálfu sér kemur alls ekki á óvart að nýtt samningstilboð sé á borðinu.
Jordon Ibe er aðeins 19 ára, fæddur 8. desember 1995 og því nákvæmlega ári yngri en Raheem Sterling félagi hans hjá Liverpool. Eins og menn vita þá hafa viðræður Liverpool og Sterling um framlengingu á samningi ungstirnisins gengið frekar erfiðlega og nokkuð ljóst af fréttunum af samningaviðræðunum við Ibe, að félagið ætlar ekki að lenda í slíkum vandræðum aftur.
Þess má geta að Bascombe telur sig einnig hafa heimildir fyrir því að Ibe byrji inn á í leiknum gegn Besiktas í kvöld.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed fer til Marokkó -
| Sf. Gutt
Engin vandamál! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo meiddur -
| Sf. Gutt
Hvað gerist næst? -
| Sf. Gutt
Sætur sigur á San Siro! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Mohamed skilinn eftir heima í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Allt í uppnámi eftir hörð orð Mohamed Salah! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Í minningu
Fréttageymslan

