Álvaro Arbeloa

Fæðingardagur:
17. janúar 1983
Fæðingarstaður:
Salamanca
Fyrri félög:
Real Madrid, Deportivo La Coruna
Kaupverð:
£ 2640000
Byrjaði / keyptur:
30. janúar 2007
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Hægri bakvörður sem var keyptur fra Deportivo La Coruna eftir að hafa verið einungis hálft tímabil hjá liðinu. Hann var keyptur þangað frá Real Madrid þar sem hann lék með varaliði félagsins i 2. deild. Arbeloa var jafnnan í aðalliði La Coruna en tilboð Liverpool var það rausnarlegt að ekki var hægt að hafna því.  

Margir stuðningsmenn Liverpool reystu eflaust aðra augnbrúnina þegar Liverpool keypti Arbeloa sem margir könnuðust ekki við, hann var hins vegar ekki lengi að slá í gegn hjá liðinu en hans fyrsti leikur var útileikur gegn Barcelona. Þar átti hann stórleik og hélt Lionel Messi alveg út úr leiknum.

Á því sem eftir leið leiktíðarinnar lék hann fjórtán leiki, skoraði fyrsta mark sitt með glæsilegu marki gegn Reading og kom inn á sem varamaður í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2007.

Hann var einnig einn af fjórum leikmönnum Liverpool sem varð Evrópumeistari með Spánverjum sumarið 2008 en þar byrjaði hann þó aðeins í einum leik.

Arbeloa hefur staðið sig gífurlega vel í liði Liverpool og hefur oft ekki hlotið þá viðurkenningu sem hann á skilið fyrir frammistöður sínar en á síðustu leiktíð var hann einn allra stöðugasti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð.

Í lok júlí árið 2009 var hann seldur til Real Madrid fyrir 3.5 milljónir punda.

Tölfræðin fyrir Álvaro Arbeloa

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2006/2007 9 - 1 0 - 0 0 - 0 5 - 0 0 - 0 14 - 1
2007/2008 28 - 0 1 - 0 3 - 0 9 - 0 0 - 0 41 - 0
2008/2009 29 - 1 2 - 0 0 - 0 12 - 0 0 - 0 43 - 1
Samtals 66 - 2 3 - 0 3 - 0 26 - 0 0 - 0 98 - 2

Fréttir, greinar og annað um Álvaro Arbeloa

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil