| Grétar Magnússon
Liverpool og Real Madrid hafa náð samkomulagi um kaup síðarnefnda liðsins á Alvaro Arbeloa. Hann er öllum hnútum kunnugur hjá Real Madrid því hann hóf feril sinn þar.
Talsmaður Liverpool sagði: ,,Við höfum náð samkomulagi við Real Madrid um söluna á leikmanninum. Nú á hann bara eftir að gangast undir læknisskoðun."
Talið er að kaupverðið á Arbeloa sé 3.5 milljónir punda (eða 4 milljónir evra). Mun hann skrifa undir fjögurra ára samning við Real Madrid með möguleika á framlengingu um eitt ár.
Liverpool keypti Alvaro frá Deportivo La Coruna og borgaði þá 2,6 milljónir punda fyrir hann. Má því segja að Liverpool hafi grætt á því að hafa Spánverjann í sínum röðum.
Alvaro Arbeloa kom til Liverpool í janúar árið 2007. Hann spilaði alls 98 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim tvö mörk.
TIL BAKA
Arbeloa til Real Madrid
Liverpool og Real Madrid hafa náð samkomulagi um kaup síðarnefnda liðsins á Alvaro Arbeloa. Hann er öllum hnútum kunnugur hjá Real Madrid því hann hóf feril sinn þar. Talsmaður Liverpool sagði: ,,Við höfum náð samkomulagi við Real Madrid um söluna á leikmanninum. Nú á hann bara eftir að gangast undir læknisskoðun."
Talið er að kaupverðið á Arbeloa sé 3.5 milljónir punda (eða 4 milljónir evra). Mun hann skrifa undir fjögurra ára samning við Real Madrid með möguleika á framlengingu um eitt ár.
Liverpool keypti Alvaro frá Deportivo La Coruna og borgaði þá 2,6 milljónir punda fyrir hann. Má því segja að Liverpool hafi grætt á því að hafa Spánverjann í sínum röðum.
Alvaro Arbeloa kom til Liverpool í janúar árið 2007. Hann spilaði alls 98 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim tvö mörk.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Óheppnasti leikmaður í heimi? -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Verðum að leggja harðar að okkur! -
| Sf. Gutt
Jeremine Frimpong meiddur -
| Sf. Gutt
Vildi sýna öllum virðingu -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Curtis með met! -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Ryan Gravenberch meiddur -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir
Fréttageymslan

