| HI
Bakvörðurinn Álvaro Arbeloa segir að félagaskipti hans yfir til Real Madrid verði hugsanlega kláruð síðar í þessari viku. Arbeloa hefur verið orðaður við Real Madrid í allt sumar, sérstaklega eftir að kaupin á Glen Johnson gengu í gegn. Talað er um að 4,5 milljónir punda fáist fyrir Spánverjann.
"Eins og er er ég einbeittur að því að spila með Liverpool en það er rétt að samningurinn um félagaskiptin er nánast frágenginn," sagði Arbeloa við spænska blaðið Marca. "Eins og ég skil málið virðist allt ganga vel og lítið sem er eftir óleyst. Þetta gæti klárast í þessari viku."
Arbeloa var keyptur til Liverpool frá Deportivo í janúar 2007 og hefur leikið næstum 100 leiki með félaginu. Hann hefur áður verið á mála hjá Real Madrid - hann lék með unglingaliði félagsins þegar Rafael Benítez sá um það.
TIL BAKA
Arbeloa segist á leið til Real

"Eins og er er ég einbeittur að því að spila með Liverpool en það er rétt að samningurinn um félagaskiptin er nánast frágenginn," sagði Arbeloa við spænska blaðið Marca. "Eins og ég skil málið virðist allt ganga vel og lítið sem er eftir óleyst. Þetta gæti klárast í þessari viku."
Arbeloa var keyptur til Liverpool frá Deportivo í janúar 2007 og hefur leikið næstum 100 leiki með félaginu. Hann hefur áður verið á mála hjá Real Madrid - hann lék með unglingaliði félagsins þegar Rafael Benítez sá um það.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott lánaður -
| Sf. Gutt
Til hamingju!
Fréttageymslan