| Sf. Gutt

Ótrúleg upplifun

Alvaro Arbeloa var hluti af Evrópumeistaraliði Spánar í sumar ásamt þremur félögum sínum í Liverpool.

Alvaro lék aðeins einn leik í keppninni en segir samt það hafa verið ótrúlega upplifun að hafa átt þess kost að taka þátt í þessu mikla ævintýri.

"Þetta var ótrúleg upplifun. Þetta var auðvitað mjög mikilvægur sigur því við unnum þarna alþjóðlegan titil fyrir Spánverja í fyrsta sinn í 44 ár. Það var hreint út sagt alveg magnað að vinna svona stórtitil."

Alvaro lék, sem fyrr segir aðeins einn leik í keppninni, en hann var sáttur með að hafa fengið tækifæri til að upplifa sigurinn og það sem honum fylgdi.

"Það tók ein milljón manns á móti okkur í Madrid til að gleðjast yfir sigri okkar og ég á mjög góðar minningar frá þeim degi. Ég spilaði aðeins einn leik í keppninni en það var mjög mikilvægt fyrir mig að taka þátt í keppninni því þetta var í fyrsta sinn sem ég hef tekið þátt í úrslitakeppni á stórmóti með Spáni."

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan