| Grétar Magnússon

Carra hefur trú á Arbeloa

Jamie Carragher býst við því að Alvaro Arbeloa muni fljótlega komast í byrjunarliðið en Spánverjinn ungi sýndi góða varnartakta gegn Lionel Messi í Meistaradeildinni.

Carragher segir að frammistaða Arbeloa hafi ekki komið þeim á óvart sem gátu fylgst með honum á æfingum eftir að hann gekk til liðs við félagið í janúar.

,,Ef hann heldur áfram að spila eins og hann byrjaði þá býst ég ekki við að Alvaro verði fyrir utan liðið lengi,"  sagði Carra.

,,Ég hef líka spilað vinstri bakvörð og þegar maður var orðinn vanur því þá var allt í lagi að spila þá stöðu."

,,En að byrja sinn fyrsta leik í þessari stöðu, og það gegn Messi í þokkabót þá verður að segjast að ekki margir leikmenn Liverpool, ef einhverjir, hefðu átt erfiðari byrjun með liðinu."

,,Að komast í gegnum það og spila eins vel og hann gerði var í raun ótrúlegt afrek. Alvaro lét þetta líta auðveldlega út og hann á skilið allt hrósið sem hann fær.  Aðrir sáu þetta kvöld hvað við vorum búnir að sjá á æfingum."

,,Hann virkaði mjög beittur og aggressívur.  Hann er mjög liðugur leikmaður, og þar sem hann er nokkuð léttur þá hjálpar það til við það hversu hreyfanlegur hann er.  Hann er einnig mjög snöggur og hann er leikmaður sem getur spilað hvar sem er í vörninni.  Ef maður er með leikmenn sem geta spilað nokkrar stöður á vellinum þá sparar það félaginu líka pening !"

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan