Arbeloa líklega ekki með gegn Stoke
Alvaro Arbeloa hefur verið að glíma við meiðsli í lærvöðva mun líklega ekki verða orðinn klár fyrir leikinn við Stoke á laugardaginn. Arbeloa hefur misst af síðustu þremur leikjum liðsins eftir að hann meiddist í upphitun fyrir leikinn við Bolton annan jóladag.
Jamie Carragher hefur spilað í hægri bakverði í þessum leikjum og leyst þá stöðu ágætlega af hólmi, það er því ljóst að Carra verður í hægri bakvarðastöðunni þegar flautað verður til leiks á laugardaginn.
Arbeloa hlakkar mikið til þess að geta farið að spila aftur og er hann ekki í vafa um að Liverpool hafi það sem til þarf til að ná stærsta bikarnum sem í boði er þetta tímabilið. Hann segir þó að þrátt fyrir þriggja stiga forystu liðsins á toppnum eigi leikmennirnir nóg eftir til þess að klára tímabilið.
,,Við höfum allt sem til þarf til að vinna bikara," sagði hann. ,,Góðan stjóra, frábæra stuðningsmenn og trú á okkur sjálfa. Við höfum sannað það með því að koma til baka í mörgum leikjum á tímabilinu. Allir eru tilbúnir til að berjast fyrir hvorn annan."
,,Við erum með mjög gott lið og ég held að við höfum ekki sýnt okkar besta form ennþá á tímabilinu. Við erum að spila vel en erum ekki á nema kannski 80% af því sem við eigum að geta. Fljótlega munum við þó komast í hæsta gír."
-
| Sf. Gutt
Baráttusigur! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Erfitt verkefni! -
| Sf. Gutt
Slæmt tap varð að sætum sigri á 81 sekúndu! -
| Sf. Gutt
Farseðill upp á lengri Evrópuvegferð tryggður! -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Manchester United og félagakerfi -
| Sf. Gutt
Aldarfjórðungur frá frumraun Steven Gerrard -
| Sf. Gutt
Tveir í viðbót á meiðslalistann -
| Sf. Gutt
Gemma Bonner setur leikjamet! -
| Sf. Gutt
Spiluðum alls ekki frábærlega