Anthony Le Tallec bikarmeistari í Frakklandi
Anthony Le Tallec varð í kvöld franskur bikarmeistari þegar Sochaux vann bikarkeppnina. Sochaux og Marseille léku til úrslita á Frakklandsleikvanginum í París. Leikurinn var magnaður og mikið gekk á áður en yfir lauk.
Djibril Cissé kom Marseille yfir snemma leiks en Moumouni Dagano jafnaði í síðari hálfleik. Framlengja varð leikinn og Djibril kom Marseille aftur yfir. Það voru ekki nema fimm mínútur eftir af framlengingunni þegar Anthony Le Tallec jafnaði metin. Það var því jafnt 2:2 eftir framlengingu. Við tók vítaspyrnukeppni. Bæði Djibril Cissé og Anthony Le Tallec skoruðu í vítaspyrnukeppninni. Það fór hins vegar svo að Sochaux vann vítaspyrnukeppnina 5:4. Þetta var í annað sinn sem Sochaux vann Frönsku bikarkeppnina. Félagið vann keppnina áður árið 1937.
Djibril Cissé náði ekki að verða bikarmeistari annað árið í röð en hann varð bikarmeistari með Liverpool síðasta vor. Eins og allir muna þá skoraði hann eitt marka Liverpool í Cardiff þegar jafntefli varð 3:3 við West Ham United. Liverpool vann svo Enska bikarinn í vítaspyrnukeppni en núna var heppnin ekki með Djibril. Líklega eru þetta mikil vonbrigði fyrir Djibril sem ólst upp sem stuðningsmaður Marseille.
Bæði Anthony Le Tallec og Djibril Cissé hafa verið í láni í Frakklandi á þessari leiktíð. Það kemur í ljós í sumar hvort þeir munu leika með Liverpool á næstu leiktíð.
-
| Sf. Gutt
Steven syrgir Sven -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott meiddur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót!