Mark spáir í spilin
Liverpool steig stórt skref í þá átt að eiga möguleika á að spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð með sigri á Middlesborough á síðasta vetrardegi. Nú væri vel þegið að vinna fyrsta leik sumarsins. Sá er gegn nágrannaliðinu Wigan á Anfield Road á morgun. Wigan átti stórgóða frumraun í efstu deild á síðustu leiktíð undir stjórn Paul Jewell fyrrum lærlings hjá Liverpool. En eins og oft vill vera þá hefur önnur leiktíðin meðal þeirra bestu reynst erfiðari. Liðið á í harðri fallbaráttu og þarf nokkur stig í viðbót til að tryggja rétt sinn meðal þeirra bestu á næstu leiktíð. Þau fást þó vonandi ekki gegn Liverpool!
Liverpool náði þriðja sæti deildarinnar með sigrinum á Middlesborough. Liðið mátti sjá af því til Arsenal í einn sólarhring. Sumir segja að það skipti engu hvort Liverpool hafni í þriðja eða fjórða sæti. Ég verð þó að segja að því ofar sem liðið kemst þeim mun betra. Liverpool endaði í þriðja sæti á síðustu leiktíð og það væri sterkt, úr því sem komið er, að ná þeim árangri aftur. Það væri líka gott að enda fyrir ofan Arsenal eftir að Skytturnar bundu endi á bikarvonir Liverpool á þessari leiktíð! Það er þó ekki enn alveg útséð um að Liverpool og Arsenal skipi sæti þrjú og fjögur. Þess vegna þarf Liverpool að leika til sigurs á morgun.
Liverpool v Wigan Athletic
Liverpool tekur öllu með ró fram að Meistaradeildarleiknum við Chelsea í næstu viku. Þetta gerðu þeir gegn Middlesbrough á miðvikudaginn en unnu samt öruggan sigur og ég á von að þeir geri það sama gegn Wigan. Fyrir Wigan þá er þetta nokkurs konar grannaslagur og þetta er líka stórleikur fyrir framkvæmdastjórann þeirra hann Paul Jewell sem snýr aftur til Liverpool. Ég sá liðið spila gegn Tottenham í síðustu viku og vörn liðsins er mjög slök. Tap kæmi sér illa fyirr Wigan en ég held að liðið sé nógu gott til að sleppa við fall.
Úrskurður: Liverpool v Wigan Athletic. 2:0.
-
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Stóð sannarlega undir væntingum! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Deildarbikarnum! -
| Sf. Gutt
Íslenskir heiðursgestir á Anfield! -
| Sf. Gutt
Trent kominn upp í 100! -
| Sf. Gutt
Sorgarfréttir -
| Sf. Gutt
Fjórir sigrar í röð í Mílanó! -
| Sf. Gutt
Ótrúlegur munur! -
| Sf. Gutt
Til hamingju!