Momo mun ná sínu fyrra formi
Rafael Benítez sagði í dag að fólk ætti ekki að hafa áhyggjur af slælegri frammistöðu Momo Sissoko undanfarinn mánuð eða tvo. Sissoko er enn ungur að árum og er fórnarlamb eigin frammistöðu en hann hefur spilað nánast óaðfinnanlega fyrir liðið. Nú virðist hann hinsvegar hafa lent í smá vandræðum með spilamennskuna.
Javier Mascherano hefur komið sterkur inn og þar af leiðandi hefur liðið ekki fundið mikið fyrir því að Sissoko hefur vantað inná miðjuna. Greinilegt er samt að Sissoko hefur ekki verið að spila vel í þeim leikjum sem hann hefur tekið þátt í frá áramótum og sjálfstraustið hefur minnkað.
Benítez segir Sissoko vera fórnarlamb eigin frammistöðu síðan hann gekk til liðs við Liverpool. Þeir sem gagnrýna hann ættu að taka það til athugunar að hann er búinn að lenda tvisvar í alvarlegum meiðslum sem og hversu ungur hann er.
,,Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu ungur Momo er," sagði Benítez. ,,Hann kom til nýs félags í ókunnu landi og spilaði mjög vel í langan tíma, en hann er ekki reynslumikill leikmaður."
,,Við erum ekki að tala um leikmann eins og Didi Hamann sem öðlaðist mikla reynslu í gegnum sinn feril, heldur leikmann sem er ennþá að læra mikið um leikinn. Þegar Momo kom til baka eftir axlarmeiðslin spilaði hann á mjög háu tempói strax. Stundum gerist þetta þegar menn koma til baka eftir meiðsli en eftir fjóra til fimm leiki er erfiðara að spila með sama stöðugleika ef maður hefur ekki spilað lengi."
,,Fyrir þessi meiðsli átti hann einnig við alvarleg augnmeiðsli að stríða. Ég held að það hrjái hann ekki lengur en hann gerði mjög vel í að koma til baka snemma eftir þau meiðsli. Hann hefur verið mjög óheppinn með meiðsli undanfarin tvö ár og hefur alltaf komið sterkur til baka."
Styrkur Sissoko og endalaus orka er eitthvað sem hrífur Benítez og hann segir ástæðuna fyrir gagnrýni á Sissoko vera að fólk hefur séð hann spila svo vel.
,,Þegar maður setur markið hátt þá býst fólk við því að maður spili þannig alltaf, alla leiki. Það er ekki auðvelt, sérstaklega fyrir ungan leikmann, en Momo hefur reynst okkur vel. Ég hef ekki áhyggjur af honum. Það koma tímar á tímabili þegar hlutirnir eru erfiðari og eftir að Mascherano kom hingað og spilaði vel, hefur það aukið á samkeppnina. Við vitum allir hvað Momo getur gert og hversu góður hann er.
-
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld!