| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Þrátt fyrir að Liverpool hafi komist áfram í Meistaradeildinni á kostnað ríkjandi Evrópumeistara þarf liðið að bæta sig í deildinni. Bikarmeistararnir hafa aðeins unnið einn af síðustu fimm deildarleikjum sínum. Vissulega er liðið vel statt hvað það varðar að ná einu af fjórum efstu sætunum í deildinni sem gefur kost á því að komast í Meistaradeildina á næstu leiktíð. Sem stendur er Liverpool í fjórða sæti en mótherjarnir á morgun eru í því þriðja og markmiðið hlýtur að vera að komast sem allra efst í deildinni. Sigur gegn Arsenal væri því meira en lítið kærkominn.

Það er ekki bara að Liverpool þurfi að vinna til að styrkja stöðu sína í deildinni. Liverpool á sannarlega harma að hefna gegn Arsenal. Liverpool tapaði deildarleiknum í London. Ekki nóg með það heldur sló Arsenal Liverpool bæði út úr F.A. bikarnum og Deildarbikarnum. Þrír tapleikir gegn Arsenal og í þessu leikjum hafa Skytturnar skorað tólf mörk gegn Liverpool! Það er því að miklu að keppa hjá Liverpool á morgun. En til þess að vel gangi þá þurfa leikmenn Liverpool að fara að skora. Það hefur gengið illa og leikmenn Liverpool hafa ekki skorað mark í síðustu þremur leikjum. Úr því þarf að bæta. Mark Lawrenson er tilbúinn með spá um stórleik helgarinnar.

Liverpool v Arsenal

Bæði þessi lið munu tryggja sér sæti í Meistaradeildinni. Það vantar nokkra lykilmenn í lið Arsenal. Að þessu sinni tel ég að það sé komið að Liverpool vinni eftir að Arsenal hafi vegnað betur í síðustu bardögum liðanna.

Úrskurður: Liverpool v Arsenal. 2:1.TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan