Sissoko dreymir um að mæta Valencia
Momo Sissoko segist vilja sigra PSV Eindhoven í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og mæta þá vonandi fyrrverandi félögum sínum í Valencia en þar steig hann sín fyrstu skref sem knattspyrnumaður.
Ef Liverpool tekst að slá PSV út þá mæta þeir annaðhvort Chelsea eða Valencia í undanúrslitum.
,,Ég hef þetta á bakvið eyrað og hef leitt hugann að þessu," sagði Sissoko. ,,En við eigum tvo erfiða leiki við PSV fyrst. Það væri gaman að fara aftur til míns gamla félags og spila á Mestalla leikvanginum með Liverpool."
Ég á ennþá vini á Spáni og hjá Valencia. Sumir þeirra komu á hótelið okkar í Barcelona og hittu mig þar og enn aðrir komu svo á leikinn sjálfan. Ég tala ennþá við gamla liðsfélaga mína eins og Roberto Ayala og Santiago Canizares en mjög sjaldan er rætt um fótbolta. Við tölum aðallega um fjölskyldur okkar og börn þeirra, svoleiðis hluti."
Sissoko verður í banni í fyrri leik Liverpool og PSV sem fram fer á heimavelli PSV eftir tæpa viku.
,,Það verður erfitt að fylgjast með leiknum í stúkunni," viðurkennir Sissoko. ,,Ég er bara eins og allir aðrir leikmenn, ég vil spila alla leiki."
-
| Sf. Gutt
Enn orðaður við Liverpool -
| Sf. Gutt
Sagan endalausa! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik! -
| Mummi
Miðasala á Liverpoolleiki -
| Sf. Gutt
Áhorfandi settur í bann! -
| Sf. Gutt
Fjórir í Liði ársins! -
| Sf. Gutt
Leikmaður ársins! -
| Sf. Gutt
Ben Doak seldur -
| Sf. Gutt
Liverpool kaupir Giovanni Leoni -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin