Njósnarinn Peter Crouch
Peter Crouch heimsótti Nou Camp á dögunum, fór í skoðunarferð um leikvanginn og horfði svo á leik Barcelona og Getafe.
Crouch telur sig hafa lært ýmislegt um leikstíl Börsunga eftir að hafa séð þá spila með eigin augum.
,,Stjórinn gaf okkur frí í nokkra daga um daginn, ég og konan ákváðum þá að skella okkur til Barcelona," sagði Crouch.
,,Við fórum í skoðunarferð um völlinn og þetta er tilkomumikill staður. Í raun er þetta gríðarstórt og maður fær það á tilfinninguna að á Evrópukvöldi gæti maður látið þetta stíga sér til höfuðs."
,,Ég hef aldrei spilað þarna og ég hafði aldrei komið á leikvanginn eða til borgarinnar almennt sem ferðamaður. Við ákváðum því að fara til Barcelona í tilefni af þessum stórleik til að fá tilfinningu fyrir vellinum. Við fórum á leik Barcelona og Getafe í miðri viku, þetta var gott tækifæri til að sjá þá í nærmynd. Maður getur ekki séð hreyfingar án bolta í sjónvarpinu þannig að ég náði að læra þónokkuð um þá."
-
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut