| Ólafur Haukur Tómasson

Rafa: Aðeins annað liðið vildi sigra

Rafael Benítez fannst lið sitt aðeins vera að sækja og reyna að sigra leikinn en Everton kom bara og pakkaði í vörn. Rafa hafði þetta að segja eftir grannarimmuna í dag.

"Það var eingungis annað liðið sem vildi sigra leikinn en hitt liðið vildi ekki tapa leiknum og það er óásættanlegt því við áttum sigurinn skilið." sagði Benítez.

"Þeir fengu færi í seinni hálfleik en Pepe [Reina] varði mjög vel. Að því undanskildu stjórnuðum við öllu. Við vorum með þrjá framherja og Pennant og Riise fengu boltann oft en þurftu að sækja á níu menn."

"Þegar þú spilar gegn minni liðum á Anfield veistu að leikurinn mun vera þéttur og stundum verðum við svolítið stressaðir. Við erum ósáttir með að takast ekki að hirða öll þrjú stigin úr leiknum."
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan