| Grétar Magnússon

Momo líklega með gegn Everton

Góðar fréttir berast úr herbúðum félagsins en í dag var það staðfest að Momo Sissoko og Bolo Zenden séu byrjaðir að æfa aftur og verða báðir tilbúnir í slaginn fyrir leikinn gegn Everton næsta laugardag.

Sissoko hefur ekki spilað síðan hann meiddist á öxl gegn Birmingham í deildarbikarnum þann 8. nóvember.  Zenden hefur ekki spilað síðan gegn Manchester City þann 29. nóvember en hann þurfti að gangast undir smávægilega aðgerð á hné.

Of snemmt er að tefla þeim fram í leiknum gegn West Ham á morgun en Rafa Benítez er viss um að báðir tveir verði tilbúnir fyrir grannaslaginn.

,,Það eru góðar fréttir fyrir okkur að vera komnir með Bolo og Momo til baka og þeir eru báðir að æfa á fullu.  Momo flýgur í tæklingar sem aldrei fyrr og hefur mikla orku.  Ég verð að fá álit læknis varðandi öxlina á honum og vonandi getur hann leikið hluta leiksins gegn Everton," sagði Benítez.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan