Jamie Carragher með sinn 450. leik!
Jamie Carragher lék um síðustu helgi, gegn Chelsea, sinn 450. leik sinn með Liverpool. Hann stóð fyrir sínu í þessum tímamótaleik og var af mörgum talinn besti maður vallarins. Jamie þokar sér jafnt og þétt upp lista leikjahæstu manna Liverpool. Nú eru aðeins átján leikmenn fyrir ofan Carra á listanum. Ian Callaghan trónar efst á listanum með 857 leiki og það er ólíklegt að honum verði steypt af þeim stalli.
Það er vel viðeigandi að Jamie skuli ná þessum áfanga núna því fyrr í þessum mánuði voru slétt tíu ár liðin frá því hann lék sinn fyrsta leik í aðalliði Liverpool. Þegar hann kom inn sem varamaður gegn Middlesborough í Deildarbikarleik á Árbakkavelli datt örugglega ekki nokkrum manni í huga að Jamie ætti eftir að leika svona marga leiki með Liverpool. En sú hefur nú samt orðið raunin og víst er, að sleppi hann við meiðsli, þá á hann eftir að leika fjölmarga leiki í viðbót með Liverpool. Jamie hefur í viðurkenningarskyni fyrir að hafa spilað í áratug með Liverpool fengið boð um ágóðaleik frá forráðamönnum félagsins.
Jamie Carragher á afmæli í dag. Hann er nú 29 vetra. Það er því rétt og skylt að senda honum hamingjuóskir í tilefni dagsins.
-
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga!